Lífið

Þúsundir fögnuðu Steinu og sögu­legu sam­starfi

Á annað þúsund manns fögnuðu á opnun yfirlitssýningarinnar „Steina: Tímaflakk“ á dögunum í Listasafni Íslands og á Listasafni Reykjavíkur. Sýningin tekur fyrir allan feril Steinu Vasulka sem er frumkvöðull í stafrænni miðlun í íslenskri myndlist.

Lífið

Hárolía, vinur eða ó­vinur hársins?

Hár okkar þarfnast hárolíu alveg eins og húðin þarfnast raka og rétt valin hárolía getur gert kraftaverk. Hún verndar, nærir og gefur hárinu þann lúxusglans sem allir sækjast eftir. Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf fjallar hér um áhrif hárolíu og mælir með vörum.

Lífið samstarf

Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti

„Í rauninni geri ég allt með Bríeti í huga,“ segir hársnyrtirinn Íris Lóa sem hefur séð um mjög svo einstakar greiðslur tónlistarkonunnar Bríetar undanfarin ár. Stöllurnar eru snillingar í að fara út fyrir kassann og svo enn lengra. 

Tíska og hönnun

Heitasta hámhorfið í haust

Yfirvofandi skammdegi, gráir dagar og aukin þreyta, heitt bað, kertaljós og þrusugott hámhorf á Netflix uppi í sófa. Haustið er ein huggulegasta árstíðin og hér verður farið yfir hugmyndir að góðu sjónvarpsefni.

Lífið

Pistasíu- og döðludraumur Jönu

Heilsukokkurinn Jana Steingrím deilir hér einfaldri og ómótstæðilegri uppskrift af sætum pistasíu-, döðlu- og súkkulaðibitum. Geymdu bitana í frysti svo þú getir gripið einn og einn þegar þig langar í eitthvað sætt með kaffinu.

Lífið

D'Angelo er látinn

Tónlistarmaðurinn Michael Eugene Archer, betur þekktur sem D'Angelo, er látinn, 51 árs að aldri, eftir baráttu við briskrabbamein. D'Angelo var gríðarlega áhrifamikill innan R&B-tónlistar og er gjarnan talinn brautryðjandi neo-sálartónlistar.

Lífið

Lauf­ey gerist rit­höfundur

Tónlistarkonan Laufey hyggst gefa út barnabók á næsta ári titluð Mei Mei The Bunny. Aðalpersónan er byggð á lukkudýri söngkonunnar.

Lífið

Trylltust við taktinn í barokkbúningum

Færri komust að en vildu á næturklúbbnum Auto síðastliðinn laugardag þegar tónleikarnir Barokk á klúbbnum fóru fram í annað sinn. Þakið ætlaði að rifna af þegar helstu slagarar barokk tímabilsins 1600-1750 voru fluttir í raftónlistarbúningi. 

Menning

Boð­beri jólanna risinn á ný

Ár hvert spyrja landsmenn sig hvenær það sé ásættanlegt að skreyta fyrirtæki og heimili fyrir jólin. Nú má gera ráð fyrir að fólk keppist við að klára að útbúa jólaauglýsingar og skreytingar því boðberinn sjálfur er mættur. IKEA-geitin hefur risið á ný.

Lífið

Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur

Epal hefur verið til í 50 ár og eigandinn vill ekki endilega vera stærstur, bara bestur. Sindri hitti Eyjólf sem er stoltur af þriðja barninu sínu sem hann vill helst aldrei selja en söguna má heyra og sjá í spilaranum hér að ofan.

Lífið

Dineout gjafa­bréf er jóla­gjöfin í ár

Það er alltaf sérstök stemning að velja jólagjöf. Við viljum gleðja, sýna þakklæti og skapa minningar – en oft getur verið erfitt að finna gjöf sem hentar öllum. Þess vegna hafa Dineout gjafabréfin á örfáum árum slegið rækilega í gegn hjá bæði einstaklingum og fyrirtækjum.

Lífið samstarf

Englar Birnis frumsýndir og heimildar­mynd á leiðinni

Heimildarmynd um rapparann Birni hefur verið í bígerð síðustu sex ár og verður frumsýnd á næsta ári. Ísak Hinriksson er leikstjóri myndarinnar en hann leikstýrði nýútkomnu tónlistarmyndbandi „Engla“ sem var frumsýnt á stórtónleikum í Laugardalshöll.

Tónlist

Eignuðust „risa­stóran“ dreng

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson og kærastan hans, Sylvía Rós fyrrverandi flugfreyja Play, eignuðust dreng þann 11. október síðastliðinn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið

Hjálpa öðrum að eignast lítil krafta­verk

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir og maðurinn hennar eru ein af fjöldamörgum pörum sem hafa sótt sér aðstoð heilbrigðisstofnunar erlendis til að verða ólétt. Við ræddum við Sigrúnu um aðdragandann, ferlið og hvers vegna þau völdu að leita sér aðstoðar á Spáni.

Lífið samstarf

Shine on, you crazy Ís­lendingar!

Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir tónleika þar sem áheyrendur virðast svífa í geimþoku á milli Guðs, gítarstrengja og góðs hljóðkerfis. En þannig var það í Eldborg á laugardaginn. Þar messaði íslenskt rokkprestakall um eilífa dýrð Pink Floyd.

Gagnrýni

Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp

„Ég vaknaði reglulega upp á nóttunni og fann hreinlega að London væri að kalla á mig. Það var ein skrýtnasta tilfinning sem ég hef upplifað, innsæið mitt var að reyna að segja mér að ég ætti að fara þangað,“ segir tískudrottningin Anna María Björnsdóttir sem nýtur lífsins til hins ítrasta í London.

Lífið

„Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“

„Við erum mjög gott teymi og samstíga í flest öllu sem við gerum, en það er lykillinn að góðu sambandi að mínu mati,“ segir Eva Mey Guðmundsdóttir,læknir og plötusnúður, þegar hún er spurð hvernig hún myndi lýsa sambandi sínu og kærastans, Péturs Tryggva Péturssonar, læknanema og íþróttamanns.

Lífið

Léttir að fá greininguna eftir lang­varandi verki

„Ungfrú Ísland Teen þarf að búa yfir sjálfstrausti, góðum samskiptahæfileikum og jákvæðu viðhorfi. Hún ætti að vera fyrirmynd fyrir aðra og hafa metnað til að nota rödd sína til góðs,“ segir Elinborg Jóhanna Hrannarsdóttir, ungfrú Skarðsströnd og nemi.

Lífið