Lífið

Hljóp annað mara­þon á tánum og minntist Bríetar Irmu

Eftir að hafa hlaupið heilt maraþon berfættur á Menningarnótt hljóp Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, aftur heilt maraþon á tánum í gær. Gummi minntist tveggja vina í kjölfar hlaupsins og segir mikilvægt að fólki tali um tilfinningar sínar.

Lífið

Stjörnulífið: „Hóg­værasti maður á jörðinni“

Þrátt fyrir að haustið sé rétt handan við hornið hefur veðrið leikið við landsmenn. September er genginn í garð og helgin með allra besta móti þar sem ástin var á alls oddi í brúðkaupum víðs vegar um landið. Fjölmargir flugu á vit ævintýranna á erlendri grundu – ýmist til slökunar á hvítum ströndum, í menningarferð eða til að hvetja íslenska landsliðið í körfubolta á Eurobasket í Póllandi.

Lífið

Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmti­leg

Á miðöldum sungu munkar gregóríska söngva með svo löngum frösum að það minnti helst á keppni í köfun: hver gæti haldið niðri í sér andanum lengst? Ef einhver datt niður úr súrefnisskorti var það talið píslardauði í þágu kirkjunnar.

Gagnrýni

„Tárast yfir­leitt einu sinni á dag“

„Það sem veitir mér innblástur er að taka inn sem mest af fjölbreyttri list. Ég trúi því að maður geti ekki skapað neitt nema maður sé sjálfur að taka inn,“ segir Eyfirðingurinn og tónlistakonan Kristún Jóhannesdóttir, eða Kris. Hún er nýlega flutt heim frá New York þar sem hún lagði stund á söng og leiklist við The American Musical and Dramatic Academy. 

Lífið

BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins

Strákarnir í BMX brós kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sýna ótrúlegar listir á hjólum, en þeir fara til dæmis heljarstökk afturábak á hjólunum sínum eins og ekkert sé. Þeir eru líka duglegir að fá áhorfendur til að taka þátt í ýmsum áhættuatriðum með sér.

Lífið

Unnur Birna og Daði eru nýtt par

Leikkonan Unnur Birna Backman og plötusnúðurinn Daði Ómarsson eru nýtt par. Unnur birti mynd af Daða þar sem þau voru saman úti að borða í tilefni af afmæli Daða.

Lífið

Sjö ára þrauta­ganga endaði með krafta­verki

Tómas Þorbjörn Ómarsson og Eva Sólveig Þórðardóttir glímdu í mörg ár við ófrjósemi, endurtekin fósturlát og erfitt ferli glasafrjóvgana. Vegna erfðagalla sem Eva bar þurftu þau að leita til frjósemislækna í Bretlandi þar sem þau fengu aðgang að PGT-erfðaprófun sem ekki er í boði á Íslandi. Eftir sex glasameðferðir og mikinn tilfinningalegan og líkamlegan þunga, fengu þau loks einn heilbrigðan fósturvísi sem leiddi til fæðingar dóttur þeirra, Hrafnhildar Ísabellu, í nóvember á seinasta ári.  Ferlið var langt, erfitt og sárt en einnig fullt af von og þrautseigju.

Lífið

Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið

Kjöt­súpu í boði á Hvols­velli fyrir alla sem vilja

Kjötsúpa mun flæða um Hvolsvöll og næsta nágrenni um helgina því Kjötsúpuhátíð stendur yfir á svæðinu þar sem allir geta fengið eins mikið af ókeypis kjötsúpa eins og þeir geta í sig látið. Fjölmörg skemmtiatriði verða einnig í boði og risa grillveisla í dag svo eitthvað sé nefnt.

Lífið

Hvar er Donald Trump?

Hávær umræða á sér nú stað á samfélagsmiðlum vestanhafs um það hvar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé staddur. Hann hefur lítið sést á undanförnum dögum og er opinbert dagatal hans tómt yfir helgina.

Lífið

Há­tíðin á­minning um að veganismi sé lífs­stíll en ekki megrunar­kúr

Árleg hátíð grænkera, Vegan festival, fer fram á morgun á Thorsplani í Hafnarfirði. Aldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á Íslandi, segist spennt að taka á móti fólki á hátíðinni. Það sé hennar fyrsta sem formaður félagsins. Það séu gamlir og nýir þátttakendur og nóg í boði fyrir alla, vegan og ekki vegan.

Lífið

Flottar flíkur og fylgi­hlutir fyrir haustið

Rútínan er byrjuð að rúlla og haustið er handan við hornið. Nú er tíminn til að kíkja í fataskápinn og draga fram klassísku haustflíkurnar. Árstíðin er í uppáhaldi hjá mörgum tískuunnendum þar sem lagskiptur fatnaður, djúpir jarðlitir, stígvél og fylgihlutir eru í fyrirrúmi.

Lífið

Ind­versk pizza að hætti Rakelar Maríu

Það er alltaf gaman að smakka nýjar pizzur. Rakel María Hjaltadóttir, markaðsstjóri, hlaupari og förðunarfræðingur, deildi nýverið uppskrift að indverskri pizzu með kjúklingi og jógúrtsósu sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. 

Lífið

Er hárið skemmt eða bara þurrt?

Auðvelt er að rugla saman þurru hári og skemmdu. Tiltölulega auðvelt er að laga þurrt hár á skömmum tíma með raka og næringu en tíma tekur að byggja upp skemmt hár með markvissri umönnun. Við viljum öll hár sem glansar af heilbrigði en þegar hárið verður þurrt og ómeðfærilegt er auðvelt að grípa til rangra meðferða.

Lífið samstarf

Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vestur­bænum

Tónlistarhjónin Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir hafa fest kaup á fallegri tveggja hæða eign við Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Hjónin greiddu 185 milljónir fyrir eignina og var kaupsamningur undirritaður 11. ágúst síðastliðinn.

Lífið

Haf­dís Huld bæjarlistamaður Mos­fells­bæjar

Hafdís Huld Þrastardóttir var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2025 á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ í dag. Hafdís Huld Þrastardóttir er söngkona og lagahöfundur. Hún hóf feril sinn ung og hefur átt fjölbreyttan feril sem spannar yfir þrjá áratugi.

Lífið

Silkimjúk súpa fyrir sálina

Það er fátt betra en bragðgóð og nærandi súpa. Hér er á ferðinni silkimjúk kókós- og engifersúpa sem auðvelt er að aðlaga að eigin smekk. Fyrir þá sem vilja gera hana enn matmeiri má bæta við kjúklingi, rækjum, tófu, núðlum eða því sem hugurinn girnist.

Lífið

Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn?

Á undanförnum árum hafa svokallaðir smáhrifavaldar vakið sífellt meiri athygli í markaðsstarfi, bæði hér á landi og erlendis. Smáhrifavaldar hafa mun færri fylgjendur en stórir áhrifavaldar, en njóta oft meiri trúverðugleika og persónulegra tengsla við fylgjendur sína.

Lífið