Lífið

Íslandsmyndir í Clash of Titans

Loftmyndir frá Íslandi verða notaðar í bandarísku stórmyndinni Clash of Titans. Þetta kemur fram á vefsíðunni Coventry Telegraph. Tökur eru hafnar í London en þær færast síðan yfir í sólarparadísina Tenerife, þar sem fjöldi Íslendinga sleikir jú sólina á ári hverju.

Lífið

Mikill áhugi á Gauragangs-myndinni

Fjöldi ungmenna mætti í áheyrnarprufur sem haldnar voru fyrir kvikmyndina Gauragangur sem framleiðslufyrirtækið Zik Zak gerir. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson en hann gerði einmitt metsölumyndina Astrópíu um árið. Gauragangur er sem kunnugt er byggð á bók Ólafs Hauks Símonarsonar og fjallar um glímu Orms Óðinssonar við hin erfiðu unglingsár.

Lífið

Svíar kaupa goðaheim Friðriks

„Já, Svíar ákalla þrumuguðinn Þór. Samningurinn einn og sér bjargar ekki gjaldeyrismálum þjóðarinnar en þetta brýtur ísinn erlendis og gefur byr í seglin, bæði hvað varðar frekari samninga erlendis og eins dreifingu myndarinnar,“ segir Pétur Már Ólafsson útgefandi.

Lífið

World Class sú besta í heimi

Líkamsræktarstöðin World Class í Laugum er sú besta í öllum heiminum að mati hins virta dálkahöfundar Elliott Hester. Í grein í breska dagblaðinu The Morning Star segist hann hafa heimsótt margar líkamsræktarstöðvar um allan heim, þar á meðal í Svíþjóð og Singapúr, en aldrei hafi hann kynnst eins miklum gæðum og á Íslandi. „Af öllum þeim líkamsræktarstöðvum sem ég hef heimsótt á 27 ára ferðalögum mínum þá er World Class-salurinn og Laugar Spa á Íslandi í sérflokki,“ skrifar hann. „Þegar ég gekk inn í líkamsræktarsalinn leið mér eins og James Bond sem gæti valið úr fjölda háleynilegra vopna. Ég horfði inn í rauðan augnskannann og var tilbúinn til að taka á því og láta dekra við mig.“

Lífið

Star Trek vinsælust

Fyrstu tölur um aðsókn að kvikmyndahúsum vestanhafs benda til þess að nýja myndin í Star Trek myndabálknum hafi geislað til sín ríflega 76 milljónir bandaríkjadala eða sem nemur meira en 9,5 milljörðum íslenskra króna í miðasölu um helgina.

Lífið

Fjölmargir vilja leika í Gauragangi

Meira en 500 manns mættu í opnar leikaraprufur sem haldnar voru á skemmtistaðnum Óliver í dag. Prufurnar eru fyrir kvikmyndina Gauragang í leikstjórn Gunnar Björns Ólafssonar, sem leikstýrði kvikmyndinni Astrópíu.

Lífið

Minna prjál á Cannes

Það verður ögn minni glansi á Cannes kvikmyndahátíðinni í Frakklandi þetta árið í ljósi alheimskreppunnar. Færri veislur verða og minni í sniðum auk þess sem nær engin eftirspurn er eftir leigu á lúxussnekkjum fyrir stjörnurnar og fyrirtæki sem vilja selja og kaupa kvikmyndir á hátíðinni. Stóru Hollywood kvikmyndaverin hafa einnig ákveðið að kynna stór sumarsmellina sína þetta árið annars staðar og spara þannig kostnað en Cannes hefur hin síðari ár verið vettvangur umfangsmikilla kynninga á þeim myndum sem eiga að laða gesti í kvikmyndahús um allan heim yfir sólríka sumarmánuðina.

Lífið

Gervaise aftur í uppistand

Breski grínarinn Ricky Gervais, sem slegið hefur í gegn með gamanþáttunum Office og Extras, hefur ákveðið að grípa hljóðnemann og skella sér aftur í uppistandið. Hann kynnti nú rétt fyrir helgi áform um að ferðast um England í haust og troða upp á sem flestum stöðum. Hann mun skemmta í Manchester, Newcastle, Sheffield og Glasgow í Skotlandi. Er búist við húsfylli á flestum ef ekki öllum stöðum.

Lífið

Sundstjarna í rúminu með strippara

Enn og aftur er bandaríski sundkappinn Michael Phelps kominn í fjölmiðla fyrir eitthvað allt annað sundiðkunn. Nú hefur fatafellan Theresa White stigið fram og sagt að sundkappinn hafi sofið hjá sér og vinkonu sinni þegar hann fagnaði að hafa setið af sér þriggja mánaða keppnisbann í vikunni.

Lífið

Tónleikum Amy Winehouse hætt vegna rigningu

Breska söngkonan Amy Winehouse kom fram í fyrsta sinn um nokkurt skeið á tónlistarhátíð í gær á karabísku eyjunni St. Lucia. Tónleikar söngkonunnar sem fóru fram undir berum himni urðu þó styttri en í upphafi var gert ráð fyrir vegna mikillar rigningar. Söngkonan reyndi í fyrstu að halda sínu striki en játaði sig þó að lokum sigraða, segir Chris Goodman talsmaður söngkonunnar.

Lífið

Jóhannes Steinn matreiðslumeistari ársins

Jóhannes Steinn Jóhannesson hjá veitingastaðnum VOX var í dag krýndur matreiðslumeistari ársins á sýningunni Ferðalög og frístundir sem stendur yfir í Laugardalshöll. Mikill fjöldi gesta hefur lagt leið sína í Laugardalinn í dag og í gær til að kynna sér það nýjasta sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Sýningin verður einnig opin á morgun, sunnudag.

Lífið

Clooney jók áhorfið á Bráðavaktina

Eftir 15 ára samfellda sigurgöngu var lokaþáttur bráðamóttökusápunnar Bráðavaktarinnar, eða ER, nýverið sýndur á bandarísku NBC-sjónvarpsstöðinni. Í lokaþáttaröðinni komu gömul andlit úr þáttunum og þar á meðal var stórstjarnan George Clooney.

Lífið

Idol-Lísu langar til að semja eigin tónlist

„Mig langar að syngja eins mikið og ég get og jafnvel að semja mína eigin tónlist,“ segir Guðrún Lísa Einarsdóttir, oftast kölluð Lísa, sem féll úr Idol-söngvakeppninni í undanúrslitaþætti á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið

Lloyd Webber veðjar á íslenska lagið

Höfundar íslenska Euro­vision-lagsins hafa ekki hist síðan þeir sömdu Is it true? í London 2004. Nú, fimm árum seinna, eru þeir sameinaðir í þeirri trú að lagið eigi eftir að vinna hug og hjörtu Evrópubúa.

Lífið

Hreppti þúsund dollara skólastyrk á þekktri hátíð

„Þetta er gífurlega mikill heiður. Þessu fylgja verðlaun sem hljóða upp á hvorki meira né minna en tíu þúsund dollara skólastyrk í kvikmyndaskóla í Nashville,“ segir Árni Beinteinn, hinn ungi og bráðefnilegi kvikmyndagerðarmaður með meiru.

Lífið

Varaþingmaðurinn Ari í vanda

Ari Matthíasson varaþingmaður og leikari á í krísu. Um leið og hann framleiðir og leikur í sýningunni Við borgum ekki er það ekkert endilega hans pólitíska skoðun að fólk eigi að hlaupa frá skuldbindingum sínum.

Lífið

De Niro á Kjarvalsstöðum

Robert De Niro verður á meðal listamanna á sýningunni Frá Unuhúsi til Áttunda strætis sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum 15. maí.

Lífið

Sendir fótboltaeiginkonum tóninn

Breska poppsöngkonan Lily Allen fær væntanlega ekki ársmiða á leiki Chelsea í framtíðinni né verður hún boðin sérstaklega velkomin á leiki enska landsliðsins á Wembley, því yfirlýsingar hennar í franska knattspyrnutímaritinu SoFoot bera þess glöggt merki að hún sé ekki par hrifin af menningunni í kringum enska knattspyrnu.

Lífið

Sultur

Þess er víða minnst um þessar mundir að helsti skáldjöfur Norðmanna, Knut Hamsun, fæddist fyrir 150 árum. Hluti dagskrár af þessu tilefni hér er sýning á kvikmynd Henning Carlsen, Sulti, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Hamsun sem kunn er í íslenskri þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi.

Lífið

Furða, fræði, framkvæmd

Þeir kalla hana Fræði og framkvæmd, eina af yngri námsbrautunum í LHÍ sem hóf göngu sína haustið 2005 við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Nú í vor lýkur annar árgangur brautarinnar námi og frá og með deginum í dag byrja nemendur að sýna lokaverkefni sín á dreifðum sýningarstöðum víða um höfuðborgina. Lýkur sýningartörninni ekki fyrr en 17. maí.

Lífið

Svavar á fimm

Síðasta listaverkauppboðið á þessu vori á vegum Gallerís Foldar verður haldið í húsakynnum þess við Rauðarárstíg á mánudagskvöld. Fjöldi verka hefur þegar verið skráður á uppboðið og verða þau til skoðunar um helgina á Rauðarárstígnum allt fram til þess að uppboðið hefst á mánudag kl. 18.15.

Lífið

Ókláruð plata sett á netið

Fyrstu plötu Jónsa í Sigur Rós og og kærastans Alex Somers undir yfirskriftinni Riceboy Sleeps hefur verið lekið á netið, rúmum tveimur mánuðum fyrir útgáfudag.

Lífið

Stórstjörnur kveðja Leno

Stórstjörnurnar Mel Gibson og Arnold Schwarzenegger hafa samþykkt að vera á meðal síðustu gesta Jay Leno áður en hann hættir með spjallþátt sinn The Tonight Show. Prince, Lyle Lovett og Billy Crystal verða einnig á meðal stjarnanna sem heimsækja Leno síðustu viku hans í embætti, sem hefst 25. maí.

Lífið

Meistarauppeldi

Það styttist í umsóknarfresti fyrir þá sem vilja sækja um nám til meistaraprófs í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands en boðið er upp á það í annað sinn á komandi vetri.

Lífið

Keypti sér lúxusvillu

Breska söngkonan Leona Lewis hefur fest kaup á mikilli lúxusvillu í Hollywood. Höllin kostaði 1,5 milljónir punda, eða rúmar 190 milljónir íslenskra króna.

Lífið

Fjörugt fimmtudagskvöld í Reykjavík

Tveir skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur frumsýndu nýtt útlit á fimmtudagskvöldinu. Þetta voru Thorvaldsen og Íslenski barinn þar sem Kaffibrennslan var áður til húsa. Austurvöllur iðaði af lífi og ljóst að Íslendingar eru smám saman að jafna sig eftir að svæðið logaði í óeirðum í kringum búsáhaldabyltinguna frægu. Ljósmyndari Fréttablaðsins var á staðnum og drakk í sig stemninguna, sem reyndist ósvikin.

Lífið

Horfði ekki á fréttir

Christian Bale hefur upplýst að hann hafi ekki horft á eina einustu frétt um dauða mótleikara síns, Heath Ledger. Þeir léku saman í The Dark Knight þar sem Bale var Leðurblökumaðurinn en Ledger Jókerinn. Bale vildi að eigin sögn ekki láta vanvita eyðileggja þá minningu sem hann hafð af leikaranum.

Lífið

Bar fram bónorðið

Leik- og söngkonan Jennifer Hudson hefur beðið kærasta sinn David Otunga um að giftast sér, fimm mánuðum eftir að hann bað hennar.

Lífið