Lífið

Fjörugt fimmtudagskvöld í Reykjavík

Sáttar Þær Elísabet Heiður, Emma og Freyja voru ánægðar með nýtt útlit á Thorvaldsen.Fréttablaðið/Anton
Sáttar Þær Elísabet Heiður, Emma og Freyja voru ánægðar með nýtt útlit á Thorvaldsen.Fréttablaðið/Anton
Tveir skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur frumsýndu nýtt útlit á fimmtudagskvöldinu. Þetta voru Thorvaldsen og Íslenski barinn þar sem Kaffibrennslan var áður til húsa. Austurvöllur iðaði af lífi og ljóst að Íslendingar eru smám saman að jafna sig eftir að svæðið logaði í óeirðum í kringum búsáhaldabyltinguna frægu. Ljósmyndari Fréttablaðsins var á staðnum og drakk í sig stemninguna, sem reyndist ósvikin.
Í stuði Oddur Hauksson og Halla Kristjánsdóttir voru meðal gesta á Thorvaldsen.
Litu inn Elín Baldvinsdóttir og Kolbrún Árnadóttir stöldruðu við á Thorvaldsen.


Skemmtilegt Kristínu Ólafsdóttur og Bryndísi Grétarsdóttur þótti nokkuð skemmtilegt á Thorvaldsen.
Buffið og Dalton Bjarni Friðriks, Bergur Buff-liði og Böddi úr Dalton mættu galvaskir á Íslenska barinn.
Hýrar á brá Valdís Árnadóttir, eigandi Thorvaldsen, og Jóhanna Karlsdóttir voru nokkuð glaðar í bragði.
Kaldir á kantinum Þeir Albert Þór og Björn Atli voru nokkuð svalir á Íslenska barnum.
Ánægðar Þeim Matthildi Bjarnadóttur og Snædísi Björt leist vel á það sem þær sáu á Íslenska barnum.
Á galeiðunni Telma Eir, Tinna Eik og Sunna Rut kíktu á Íslenska barinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.