Lífið

De Niro á Kjarvalsstöðum

robert de niro eldri Eins og sjá má eru líkindin með Robert De Niro eldri og syni hans afar mikil.
robert de niro eldri Eins og sjá má eru líkindin með Robert De Niro eldri og syni hans afar mikil.

Robert De Niro verður á meðal listamanna á sýningunni Frá Unuhúsi til Áttunda strætis sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum 15. maí.

Ekki er þó um leikarann heimsfræga að ræða heldur föður hans sem lést árið 1993.

Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að De Niro eldri hafi verið afar virtur listmálari. „Það er nokkuð sem fæstir vita. Það eru mörg fín verk eftir hann,“ segir hún.

Hann lagði stund á málaralistina hjá sama lærimeistara og Louisa Matthíasdóttir og Nína Tryggvadóttir en einnig verða sýnd verk eftir þær sem hafa ekki sést áður hér á landi.

Verk Louisu og Nínu eru frá miðri síðustu öld þegar þær voru fastagestir í Unuhúsi og frá námsárum þeirra í New York hjá Hans Hofmann, þeim sama og kenndi De Niro. „Þetta var ákveðinn vinahópur sem hékk saman,“ segir Soffía. Verk Hofmanns verða einnig á sýningunni ásamt verkum tveggja annarra nemenda.

Gríðarleg tryggingarverðmæti fylgja verkunum og að sögn Soffíu eru þau metin á hálfan milljarð króna. „Þetta eru verk sem við erum að fá að utan með miklum tilkostnaði enda eru þetta svo virtir málarar. Við teljum okkur lukkunnar pamfíla að hafa fengið þessi verk.“ Hún segir De Niro yngri ekkert koma nálægt sýningunni.

„Það er ákveðið gallerí sem fer með verk föður hans og við fáum verkin lánuð þaðan. Hann kemur ekki nálægt því en þetta er faðir hans og hann hlýtur að fylgjast með og eiga einhver verk eftir hann. Það er óneitanlega skemmtilegt að sjá þessa nýju hlið á Robert De Niro.“- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.