Lífið

Bar fram bónorðið

jennifer hudson Leik- og söngkonan hefur beðið kærastann sinn um að giftast sér.
jennifer hudson Leik- og söngkonan hefur beðið kærastann sinn um að giftast sér.

Leik- og söngkonan Jennifer Hudson hefur beðið kærasta sinn David Otunga um að giftast sér, fimm mánuðum eftir að hann bað hennar.

Hudson vildi endurgjalda kærastanum bónorðið og bar það fram á afmælisdegi hans en Otunga bað hennar einmitt líka á afmælisdaginn hennar.

Hringurinn sem Hudson renndi á fingur kærastans er stórglæsilegur fimm karata demantshringur. Skartgripasalinn Neil Lane sem hannaði hringinn fyrir Hudson samgleðst þeim innilega.

„Jennifer vildi gefa honum eitthvað virkilega sérstakt þegar hún bað hann um að giftast sér. Þetta var mjög tilfinningarík og rómantísk stund. Þau eru verulega ástfangin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.