Lífið

Sendir fótboltaeiginkonum tóninn

Ekki hrifin Lily Allen er vægast sagt ekki hrifin af menningunni í kringum enska knattspyrnu; Victoria Beckham er skrímsli í hennar augum og Cheryl Cole yfirborðskennd tík. Svo mörg voru þau orð.
Ekki hrifin Lily Allen er vægast sagt ekki hrifin af menningunni í kringum enska knattspyrnu; Victoria Beckham er skrímsli í hennar augum og Cheryl Cole yfirborðskennd tík. Svo mörg voru þau orð.

Breska poppsöngkonan Lily Allen fær væntanlega ekki ársmiða á leiki Chelsea í framtíðinni né verður hún boðin sérstaklega velkomin á leiki enska landsliðsins á Wembley, því yfirlýsingar hennar í franska knattspyrnutímaritinu SoFoot bera þess glöggt merki að hún sé ekki par hrifin af menningunni í kringum enska knattspyrnu.

„Enskir knattspyrnumenn eru heimskir,“ sagði Lily meðal annars í samtali við SoFoot og bætti við að henni byði við fárinu í kringum Victoriu og David Beckham. „Allir vita að Victoria er skrímsli og ég myndi frekar skjóta mig í hausinn heldur en að vera WAG (Wag er slanguryrði yfir eiginkonur enskra íþróttamana, dregið af „Wives And Girlfriends“).“

Og Lily hélt áfram að hrauna yfir menninguna sem umlykur ensku knattspyrnuna og tók Cheryl Cole næst fyrir. Cole sendi Allen tóninn fyrir nokkru og sagði hana vera stelpu með typpi og Lily svarar heldur betur fyrir sig í viðtalinu.

„Cheryl stendur fyrir allt sem ég hata, hún er bara heimsk tík, yfirborðskennd og ljót bæði að innan sem utan,“ sagði Allen og sneri sér næst að eiginmanni Cheryl, bakverðinum Ashley Cole sem leikur einmitt með Chelsea í London.

„Hann er sá versti, mér verður flökurt þegar ég hugsa til hans, hann reynir við allt sem hreyfist,“ sagði Lily Allen en ekki er langt síðan að Ashley Cole var tekinn í sátt af eiginkonu sinni eftir næturlangt gaman með óþekktri konu.

„Ég hef hitt hann nokkrum sinnum, hann er ekkert sérstaklega viðkunnanlegur.“

NEW YORK - SEPTEMBER 08: Victoria Beckham attends the Marc Jacobs Spring 2009 fashion show during Mercedes-Benz Fashion Week at the NY State Armory on September 8, 2008 in New York City. (Photo by Brad Barket/Getty Images) Victoria Beckham





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.