Lífið

Keypti sér lúxusvillu

leona lewis Breska söngkonan hefur fest kaup á mikilli lúxusvillu í Hollywood.
leona lewis Breska söngkonan hefur fest kaup á mikilli lúxusvillu í Hollywood.

Breska söngkonan Leona Lewis hefur fest kaup á mikilli lúxusvillu í Hollywood. Höllin kostaði 1,5 milljónir punda, eða rúmar 190 milljónir íslenskra króna.

Þar er allt sem hugurinn girnist; sundlaug og útibar, auk þess sem innanhúss er glæsilegur leðursófi og fjöldi flatskjáa. Lewis er upptekin beggja vegna Atlantshafsins og á því einnig tveggja herbergja íbúð í London sem hún hefur búið í með kærasta sínum Lou Al-Chamaa.

Nýja húsið er rétt hjá annarri glæsivillu í eigu Simons Cowell, sem gerði einmitt útgáfusamning við Lewis eftir að hún vann X-Factor-keppnina í Bretlandi fyrir þremur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.