Lífið

Sultur

Knut Hamsun
Knut Hamsun

Þess er víða minnst um þessar mundir að helsti skáldjöfur Norðmanna, Knut Hamsun, fæddist fyrir 150 árum. Hluti dagskrár af þessu tilefni hér er sýning á kvikmynd Henning Carlsen, Sulti, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Hamsun sem kunn er í íslenskri þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi.

Verður myndin sýnd í dag kl. 16 í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Kvikmyndin Sultur hlaut dönsku Bodil-verðlaunin sem besta danska bíómyndin árið 1967 og Per Oscarsson var valinn besti leikarinn í Cannes árið 1966. Jafnframt fékk hann Bodil-verðlaunin og Gullbjölluna í Svíþjóð árið 1967 sem besti leikarinn. Myndin er talin höfuðverk Henning Carlsen og varðveitir einstakar myndir af gömlu hverfunum í Kristjaníu (Osló) sem voru rifin skömmu eftir tökur myndarinnar.

Sultur gerist árið 1890 og fjallar um rithöfundinn Pontus sem ráfar vannærður og matarlaus um stræti Kristjaníu og þráir að finna ástina og útgefanda fyrir ritverk sín. En hann verður eingöngu fyrir áföllum og þjáningu og raunveruleikaskyn hans brenglast.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.