Varaþingmaðurinn Ari í vanda 9. maí 2009 08:15 Hagfræði og húmor fara illa saman Þegar Ari á að svara hagfræðilegum spurningum um hvort fólk eigi að borga af lánum sínum og ræða Daríó Fó verður skammhlaup.fréttablaðið/valli Ari Matthíasson varaþingmaður og leikari á í krísu. Um leið og hann framleiðir og leikur í sýningunni Við borgum ekki er það ekkert endilega hans pólitíska skoðun að fólk eigi að hlaupa frá skuldbindingum sínum. „Ég er í miðjum próflestri. Les heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Og hagfræði og húmor fara illa saman. Ef menn spyrja mig hagfræðilegrar spurningar eins og þá hvort fólk eigi að borga af lánum sínum um leið og ég á að tala um gamanleik eftir Daríó Fó verður skammhlaup. Það kemur ekkert,“ segir Ari Matthíasson, varaþingmaður og leikari. Ari tók þá ákvörðun, eftir stranga yfirlegu, að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Vinstri græna í Reykjavík suður. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að verða þingmaður þó ýmislegt hefði átt að verða til þess. Kynjakvótinn, fléttulisti, var allt í einu ekki inni í myndinni af því það þóttu svo frambærilegar konur í boði! Svandís Svavarsdóttir og Lilja Mósesdóttir fóru á þing. Ari tók 4. sæti á eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur en 24,6 prósent útstrikanir Kolbrúnar dugðu ekki til að ýta Ara upp um sæti. Til þess hefði þurft 33 prósent. En Ari er engu síður, ásamt Kolbrúnu, varaþingmaður. Og nú vill nokkuð stór hópur neita að borga af lánum sínum. Um leið og þetta gerist er Ari að framleiða og leika í sýningu sem frumsýnd verður 6. júní í Borgarleikhúsinu og heitir Við borgum ekki! Við borgum ekki! eftir Daríó Fó. Hárbeittur gamanleikur um það sem gerist þegar neyðin kennir naktri konu að spinna lygavef. Ari er því maðurinn til að svara spurningunni: Á fólk þá ekki að borga? Eða hvað? Ara lætur illa að vera annað en hreinskilinn og honum finnst í raun galið ef fólk vill hlaupa frá skuldbindingum sínum. En segir þetta erfitt og viðkvæmt mál. „Ég hef fullan skilning og samúð með fólki sem borgar ekki af því það getur ekki borgað. En þeir sem geta borgað, verða þeir ekki að bera ábyrgð á skuldunum sínum? Það er eiginlega málið. Ég hef meiri samúð með fólki sem á ekki fyrir mat en þeim sem hafa áhyggjur af því að einbýlishúsið sé að lækka í verði. Og segja kannski: „Þeir létu mig taka erlent lán!“ Eigum við ekki að bera ábyrgð á gerðum okkar?“ segir Ari og togstreitan milli þess að vera yfirlýsingaglaður leikari og hagfræðimenntaður og diplómatískur varaþingmaður er nánast áþreifanleg. „Hitt er svo annað mál,“ heldur Ari áfram. „Að verkið eftir Daríó Fó, sem við erum búin að staðfæra til nútímans – situasjónin er raunveruleg – er um fólk sem fer að stela, er ekkert mjög klárt og spinnur lygavef. Sýning sem varðar geðheilsu Íslendinga. Leikritið heitir í rauninni á ítölsku, við borgum ekki, við getum ekki borgað. Þýðingin á ensku er: We Won‘t Pay! We Can’t Pay.“ Það er fyrirtæki Ara, Nýja Ísland (áður Enron fyrir hrun) sem setur sýninguna upp og er valinn maður í hverju rúmi: Þröstur Leó leikstýrir en leikhópurinn er skipaður þeim Ara, Halldóri Gylfasyni, Jóhanni G. Jóhannssyni, Þrúði Vilhjálmsdóttur og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur.jakob@frettabladid.is valinn maður í hverju rúmi Leikhópurinn, sem í eru þau Ari, Dóri Gylfa, Jói G., Þrúður og Maríanna Clara, hefur staðfært verkið sem fjallar nú um sjálfa geðheilsu Íslendinga. Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Ari Matthíasson varaþingmaður og leikari á í krísu. Um leið og hann framleiðir og leikur í sýningunni Við borgum ekki er það ekkert endilega hans pólitíska skoðun að fólk eigi að hlaupa frá skuldbindingum sínum. „Ég er í miðjum próflestri. Les heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Og hagfræði og húmor fara illa saman. Ef menn spyrja mig hagfræðilegrar spurningar eins og þá hvort fólk eigi að borga af lánum sínum um leið og ég á að tala um gamanleik eftir Daríó Fó verður skammhlaup. Það kemur ekkert,“ segir Ari Matthíasson, varaþingmaður og leikari. Ari tók þá ákvörðun, eftir stranga yfirlegu, að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Vinstri græna í Reykjavík suður. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að verða þingmaður þó ýmislegt hefði átt að verða til þess. Kynjakvótinn, fléttulisti, var allt í einu ekki inni í myndinni af því það þóttu svo frambærilegar konur í boði! Svandís Svavarsdóttir og Lilja Mósesdóttir fóru á þing. Ari tók 4. sæti á eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur en 24,6 prósent útstrikanir Kolbrúnar dugðu ekki til að ýta Ara upp um sæti. Til þess hefði þurft 33 prósent. En Ari er engu síður, ásamt Kolbrúnu, varaþingmaður. Og nú vill nokkuð stór hópur neita að borga af lánum sínum. Um leið og þetta gerist er Ari að framleiða og leika í sýningu sem frumsýnd verður 6. júní í Borgarleikhúsinu og heitir Við borgum ekki! Við borgum ekki! eftir Daríó Fó. Hárbeittur gamanleikur um það sem gerist þegar neyðin kennir naktri konu að spinna lygavef. Ari er því maðurinn til að svara spurningunni: Á fólk þá ekki að borga? Eða hvað? Ara lætur illa að vera annað en hreinskilinn og honum finnst í raun galið ef fólk vill hlaupa frá skuldbindingum sínum. En segir þetta erfitt og viðkvæmt mál. „Ég hef fullan skilning og samúð með fólki sem borgar ekki af því það getur ekki borgað. En þeir sem geta borgað, verða þeir ekki að bera ábyrgð á skuldunum sínum? Það er eiginlega málið. Ég hef meiri samúð með fólki sem á ekki fyrir mat en þeim sem hafa áhyggjur af því að einbýlishúsið sé að lækka í verði. Og segja kannski: „Þeir létu mig taka erlent lán!“ Eigum við ekki að bera ábyrgð á gerðum okkar?“ segir Ari og togstreitan milli þess að vera yfirlýsingaglaður leikari og hagfræðimenntaður og diplómatískur varaþingmaður er nánast áþreifanleg. „Hitt er svo annað mál,“ heldur Ari áfram. „Að verkið eftir Daríó Fó, sem við erum búin að staðfæra til nútímans – situasjónin er raunveruleg – er um fólk sem fer að stela, er ekkert mjög klárt og spinnur lygavef. Sýning sem varðar geðheilsu Íslendinga. Leikritið heitir í rauninni á ítölsku, við borgum ekki, við getum ekki borgað. Þýðingin á ensku er: We Won‘t Pay! We Can’t Pay.“ Það er fyrirtæki Ara, Nýja Ísland (áður Enron fyrir hrun) sem setur sýninguna upp og er valinn maður í hverju rúmi: Þröstur Leó leikstýrir en leikhópurinn er skipaður þeim Ara, Halldóri Gylfasyni, Jóhanni G. Jóhannssyni, Þrúði Vilhjálmsdóttur og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur.jakob@frettabladid.is valinn maður í hverju rúmi Leikhópurinn, sem í eru þau Ari, Dóri Gylfa, Jói G., Þrúður og Maríanna Clara, hefur staðfært verkið sem fjallar nú um sjálfa geðheilsu Íslendinga.
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist