Varaþingmaðurinn Ari í vanda 9. maí 2009 08:15 Hagfræði og húmor fara illa saman Þegar Ari á að svara hagfræðilegum spurningum um hvort fólk eigi að borga af lánum sínum og ræða Daríó Fó verður skammhlaup.fréttablaðið/valli Ari Matthíasson varaþingmaður og leikari á í krísu. Um leið og hann framleiðir og leikur í sýningunni Við borgum ekki er það ekkert endilega hans pólitíska skoðun að fólk eigi að hlaupa frá skuldbindingum sínum. „Ég er í miðjum próflestri. Les heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Og hagfræði og húmor fara illa saman. Ef menn spyrja mig hagfræðilegrar spurningar eins og þá hvort fólk eigi að borga af lánum sínum um leið og ég á að tala um gamanleik eftir Daríó Fó verður skammhlaup. Það kemur ekkert,“ segir Ari Matthíasson, varaþingmaður og leikari. Ari tók þá ákvörðun, eftir stranga yfirlegu, að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Vinstri græna í Reykjavík suður. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að verða þingmaður þó ýmislegt hefði átt að verða til þess. Kynjakvótinn, fléttulisti, var allt í einu ekki inni í myndinni af því það þóttu svo frambærilegar konur í boði! Svandís Svavarsdóttir og Lilja Mósesdóttir fóru á þing. Ari tók 4. sæti á eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur en 24,6 prósent útstrikanir Kolbrúnar dugðu ekki til að ýta Ara upp um sæti. Til þess hefði þurft 33 prósent. En Ari er engu síður, ásamt Kolbrúnu, varaþingmaður. Og nú vill nokkuð stór hópur neita að borga af lánum sínum. Um leið og þetta gerist er Ari að framleiða og leika í sýningu sem frumsýnd verður 6. júní í Borgarleikhúsinu og heitir Við borgum ekki! Við borgum ekki! eftir Daríó Fó. Hárbeittur gamanleikur um það sem gerist þegar neyðin kennir naktri konu að spinna lygavef. Ari er því maðurinn til að svara spurningunni: Á fólk þá ekki að borga? Eða hvað? Ara lætur illa að vera annað en hreinskilinn og honum finnst í raun galið ef fólk vill hlaupa frá skuldbindingum sínum. En segir þetta erfitt og viðkvæmt mál. „Ég hef fullan skilning og samúð með fólki sem borgar ekki af því það getur ekki borgað. En þeir sem geta borgað, verða þeir ekki að bera ábyrgð á skuldunum sínum? Það er eiginlega málið. Ég hef meiri samúð með fólki sem á ekki fyrir mat en þeim sem hafa áhyggjur af því að einbýlishúsið sé að lækka í verði. Og segja kannski: „Þeir létu mig taka erlent lán!“ Eigum við ekki að bera ábyrgð á gerðum okkar?“ segir Ari og togstreitan milli þess að vera yfirlýsingaglaður leikari og hagfræðimenntaður og diplómatískur varaþingmaður er nánast áþreifanleg. „Hitt er svo annað mál,“ heldur Ari áfram. „Að verkið eftir Daríó Fó, sem við erum búin að staðfæra til nútímans – situasjónin er raunveruleg – er um fólk sem fer að stela, er ekkert mjög klárt og spinnur lygavef. Sýning sem varðar geðheilsu Íslendinga. Leikritið heitir í rauninni á ítölsku, við borgum ekki, við getum ekki borgað. Þýðingin á ensku er: We Won‘t Pay! We Can’t Pay.“ Það er fyrirtæki Ara, Nýja Ísland (áður Enron fyrir hrun) sem setur sýninguna upp og er valinn maður í hverju rúmi: Þröstur Leó leikstýrir en leikhópurinn er skipaður þeim Ara, Halldóri Gylfasyni, Jóhanni G. Jóhannssyni, Þrúði Vilhjálmsdóttur og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur.jakob@frettabladid.is valinn maður í hverju rúmi Leikhópurinn, sem í eru þau Ari, Dóri Gylfa, Jói G., Þrúður og Maríanna Clara, hefur staðfært verkið sem fjallar nú um sjálfa geðheilsu Íslendinga. Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Ari Matthíasson varaþingmaður og leikari á í krísu. Um leið og hann framleiðir og leikur í sýningunni Við borgum ekki er það ekkert endilega hans pólitíska skoðun að fólk eigi að hlaupa frá skuldbindingum sínum. „Ég er í miðjum próflestri. Les heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Og hagfræði og húmor fara illa saman. Ef menn spyrja mig hagfræðilegrar spurningar eins og þá hvort fólk eigi að borga af lánum sínum um leið og ég á að tala um gamanleik eftir Daríó Fó verður skammhlaup. Það kemur ekkert,“ segir Ari Matthíasson, varaþingmaður og leikari. Ari tók þá ákvörðun, eftir stranga yfirlegu, að gefa kost á sér í framboð til Alþingis fyrir Vinstri græna í Reykjavík suður. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að verða þingmaður þó ýmislegt hefði átt að verða til þess. Kynjakvótinn, fléttulisti, var allt í einu ekki inni í myndinni af því það þóttu svo frambærilegar konur í boði! Svandís Svavarsdóttir og Lilja Mósesdóttir fóru á þing. Ari tók 4. sæti á eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur en 24,6 prósent útstrikanir Kolbrúnar dugðu ekki til að ýta Ara upp um sæti. Til þess hefði þurft 33 prósent. En Ari er engu síður, ásamt Kolbrúnu, varaþingmaður. Og nú vill nokkuð stór hópur neita að borga af lánum sínum. Um leið og þetta gerist er Ari að framleiða og leika í sýningu sem frumsýnd verður 6. júní í Borgarleikhúsinu og heitir Við borgum ekki! Við borgum ekki! eftir Daríó Fó. Hárbeittur gamanleikur um það sem gerist þegar neyðin kennir naktri konu að spinna lygavef. Ari er því maðurinn til að svara spurningunni: Á fólk þá ekki að borga? Eða hvað? Ara lætur illa að vera annað en hreinskilinn og honum finnst í raun galið ef fólk vill hlaupa frá skuldbindingum sínum. En segir þetta erfitt og viðkvæmt mál. „Ég hef fullan skilning og samúð með fólki sem borgar ekki af því það getur ekki borgað. En þeir sem geta borgað, verða þeir ekki að bera ábyrgð á skuldunum sínum? Það er eiginlega málið. Ég hef meiri samúð með fólki sem á ekki fyrir mat en þeim sem hafa áhyggjur af því að einbýlishúsið sé að lækka í verði. Og segja kannski: „Þeir létu mig taka erlent lán!“ Eigum við ekki að bera ábyrgð á gerðum okkar?“ segir Ari og togstreitan milli þess að vera yfirlýsingaglaður leikari og hagfræðimenntaður og diplómatískur varaþingmaður er nánast áþreifanleg. „Hitt er svo annað mál,“ heldur Ari áfram. „Að verkið eftir Daríó Fó, sem við erum búin að staðfæra til nútímans – situasjónin er raunveruleg – er um fólk sem fer að stela, er ekkert mjög klárt og spinnur lygavef. Sýning sem varðar geðheilsu Íslendinga. Leikritið heitir í rauninni á ítölsku, við borgum ekki, við getum ekki borgað. Þýðingin á ensku er: We Won‘t Pay! We Can’t Pay.“ Það er fyrirtæki Ara, Nýja Ísland (áður Enron fyrir hrun) sem setur sýninguna upp og er valinn maður í hverju rúmi: Þröstur Leó leikstýrir en leikhópurinn er skipaður þeim Ara, Halldóri Gylfasyni, Jóhanni G. Jóhannssyni, Þrúði Vilhjálmsdóttur og Maríönnu Clöru Lúthersdóttur.jakob@frettabladid.is valinn maður í hverju rúmi Leikhópurinn, sem í eru þau Ari, Dóri Gylfa, Jói G., Þrúður og Maríanna Clara, hefur staðfært verkið sem fjallar nú um sjálfa geðheilsu Íslendinga.
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira