Lífið

Meistarauppeldi

tónlist Kjartan Ólafsson, tónskáld og prófessor.
tónlist Kjartan Ólafsson, tónskáld og prófessor.

Það styttist í umsóknarfresti fyrir þá sem vilja sækja um nám til meistaraprófs í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands en boðið er upp á það í annað sinn á komandi vetri.

Þegar eru fyrir þrír nemendur sem eru að ljúka sérhæfðum leiðum gegnum námið en Listaháskólinn hefur kosið að sníða námið alfarið kringum séráhuga og sérfræðisvið nemenda. Nám og kennsla eru einstaklingsmiðuð.

Kjartan Ólafsson, tónskáld og tónsmiður, segir að ólíkt stöðunni hér á landi finni menn fyrir samdrætti í aðsókn að tónlistarskólum á æðri námsstigum. Hér sé aðsókn enn að aukast.

Líklega er ekki kominn í gegn að fullu sá stóri stabbi sem tónlistarskólakerfið gat af sér og þótt tónmenntunarkerfið sé ekki altækt um grunnskólann eru þar enn fjölmargir nemendur sem stunda tónlist sér til þroska. Verði ekki lát á tónmenntun í landinu af fjárhagslegum ástæðum getur Kjartan litið björtum augum til framtíðarinnar: því skyldu menn ekki læra hér til tónsmíða af ýmsu tagi?

Hann segir líka að fyrirkomulagið við kennsluna með sérhæfingu veki athygli á Norðurlöndum þar sem hefð og vani ríki í æðri tónlistarstofnunum.

Þá hafi einnig borist fyrirspurnir víðar að. Enda ekki fráleitt að við getum selt nám víða um lönd rétt eins og margar aðrar þjóðir hafa selt okkur um langt árabil.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.