Furða, fræði, framkvæmd 9. maí 2009 06:00 leiklist Útskriftarhópurinn sem frumsýnir verk sín víða nú um helgina. Mynd/LHÍ Þeir kalla hana Fræði og framkvæmd, eina af yngri námsbrautunum í LHÍ sem hóf göngu sína haustið 2005 við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Nú í vor lýkur annar árgangur brautarinnar námi og frá og með deginum í dag byrja nemendur að sýna lokaverkefni sín á dreifðum sýningarstöðum víða um höfuðborgina. Lýkur sýningartörninni ekki fyrr en 17. maí. Í þessum útskriftarhópi brautarinnar eru átta nemendur og endurspegla útskriftarverkefni þeirra áherslu námsins á frumsköpun og eru því fjölbreytt; allt frá útvarpsverkum til innsetninga. Lögð er áhersla á að nemendur móti sér einstaklingsbundna sýn á form leiklistarinnar og er spennandi að sjá hvernig kennurum og nemendum hefur tekist til í náminu, og ekki síður hvernig þetta leiklistarfólk framtíðarinnar tekst á við lifandi miðil leiklistarinnar sem er svo háð bæði velþóknun áhorfenda og forvitni og opinberum styrkjum til frekari framkvæmda. Fræði og framkvæmd átti að skapa grundvöll til nýsköpunar og auka fjölbreytni í íslensku sviðslistaumhverfi, segja þeir hjá Listaháskólanum og tóku sumir á þann veg að þar með væri hin svokallaða akademía að setja sig skör hærra annarri leiklistarstarfsemi í landinu. Í náminu, sem er jöfnum höndum fræðilegt og verklegt, var lögð áhersla á leiklist í sem víðustum skilningi og er námið hugsað sem vettvangur fyrir bæði fræðilegar og listrænar rannsóknir á leiklist. Með rannsókn er ekki átt við akademíska rannsóknarvinnu í hefðbundnum skilningi. Námið átti að snúast um sögu, eðli, hlutverk og mörk leiklistarinnar, tungumál hennar og snertifleti við aðrar listgreinar. Velt er upp grundvallarspurningum um form, hefð og aðferðir leiklistar og nemendum kynntar helstu kenningar og stefnur, bæði sem snerta leiklist og list leikarans, sem og aðrar tegundir af sviðslistum. Skorin segist búa nemendur undir störf eða framhaldsnám í leiklist með því að auka sérþekkingu þeirra og hvetja til frumsköpunar, auk þess sem námsbrautinni er ætlað að renna stoðum undir gagnrýna sýn nemandans á listgreinina, umhverfi sitt og eigin verk. Lokaverkefnin verða víða sýnd næstu daga og er skilmerkilega greint frá sýningastöðum og tímum á vefslóðinni: http://lhi.is/2009/05/06/utskriftarverkefni-nemenda-i-fraedi-og-framkvaemd-8-17-mai/. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Þeir kalla hana Fræði og framkvæmd, eina af yngri námsbrautunum í LHÍ sem hóf göngu sína haustið 2005 við leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Nú í vor lýkur annar árgangur brautarinnar námi og frá og með deginum í dag byrja nemendur að sýna lokaverkefni sín á dreifðum sýningarstöðum víða um höfuðborgina. Lýkur sýningartörninni ekki fyrr en 17. maí. Í þessum útskriftarhópi brautarinnar eru átta nemendur og endurspegla útskriftarverkefni þeirra áherslu námsins á frumsköpun og eru því fjölbreytt; allt frá útvarpsverkum til innsetninga. Lögð er áhersla á að nemendur móti sér einstaklingsbundna sýn á form leiklistarinnar og er spennandi að sjá hvernig kennurum og nemendum hefur tekist til í náminu, og ekki síður hvernig þetta leiklistarfólk framtíðarinnar tekst á við lifandi miðil leiklistarinnar sem er svo háð bæði velþóknun áhorfenda og forvitni og opinberum styrkjum til frekari framkvæmda. Fræði og framkvæmd átti að skapa grundvöll til nýsköpunar og auka fjölbreytni í íslensku sviðslistaumhverfi, segja þeir hjá Listaháskólanum og tóku sumir á þann veg að þar með væri hin svokallaða akademía að setja sig skör hærra annarri leiklistarstarfsemi í landinu. Í náminu, sem er jöfnum höndum fræðilegt og verklegt, var lögð áhersla á leiklist í sem víðustum skilningi og er námið hugsað sem vettvangur fyrir bæði fræðilegar og listrænar rannsóknir á leiklist. Með rannsókn er ekki átt við akademíska rannsóknarvinnu í hefðbundnum skilningi. Námið átti að snúast um sögu, eðli, hlutverk og mörk leiklistarinnar, tungumál hennar og snertifleti við aðrar listgreinar. Velt er upp grundvallarspurningum um form, hefð og aðferðir leiklistar og nemendum kynntar helstu kenningar og stefnur, bæði sem snerta leiklist og list leikarans, sem og aðrar tegundir af sviðslistum. Skorin segist búa nemendur undir störf eða framhaldsnám í leiklist með því að auka sérþekkingu þeirra og hvetja til frumsköpunar, auk þess sem námsbrautinni er ætlað að renna stoðum undir gagnrýna sýn nemandans á listgreinina, umhverfi sitt og eigin verk. Lokaverkefnin verða víða sýnd næstu daga og er skilmerkilega greint frá sýningastöðum og tímum á vefslóðinni: http://lhi.is/2009/05/06/utskriftarverkefni-nemenda-i-fraedi-og-framkvaemd-8-17-mai/. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira