Horfði ekki á fréttir 9. maí 2009 02:00 Syrgir Ledger Christian Bale segist ekki hafa horft á eina einustu frétt um dauða Heaths Ledger. Christian Bale hefur upplýst að hann hafi ekki horft á eina einustu frétt um dauða mótleikara síns, Heath Ledger. Þeir léku saman í The Dark Knight þar sem Bale var Leðurblökumaðurinn en Ledger Jókerinn. Bale vildi að eigin sögn ekki láta vanvita eyðileggja þá minningu sem hann hafð af leikaranum. „Ég horfði ekki á neinar fréttir. Ég þekkti hann, ég þekkti fjölskyldu hans og af hverju ætti ég að hlusta á einhverja hálfvita reyna geta í eyðurnar,“ segir Bale í samtali við Esquire-tímaritið. „Ég bókstaflega horfði ekki á eina einustu frétt eða las nokkuð sem blöðin skrifuðu.“ Ledger dó í New York skömmu eftir að tökum á Batman var lokið og leikur grunur á að hann hafi látist af ofneyslu svefnlyfja. „Ef ég var að horfa á sjónvarpið og einhver frétt um Ledger kom þá skipti ég um stöð eða slökkti á sjónvarpinu, mér finnst svona vangaveltur ekki vera fréttamennska,“ bætti Bale við. Hann viðurkennir að hann harmi enn sviplegt fráfall Ledgers enda hafi þeir deilt sömu ástríðu á því sem þeir voru að gera. „Sumir leikarar verða alveg forviða þegar ég er að leika og spyrja af hverju ég gangi svona langt og halda að ég sé eitthvað klikkaður. Ég sá hjá Heath sömu þrána og ástríðuna,“ segir Bale og bætir því að hann hafi lítil samskipti við leikara utan starfsins. „Nema Heath, hann var undantekningin frá þeirri reglu.“ Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Christian Bale hefur upplýst að hann hafi ekki horft á eina einustu frétt um dauða mótleikara síns, Heath Ledger. Þeir léku saman í The Dark Knight þar sem Bale var Leðurblökumaðurinn en Ledger Jókerinn. Bale vildi að eigin sögn ekki láta vanvita eyðileggja þá minningu sem hann hafð af leikaranum. „Ég horfði ekki á neinar fréttir. Ég þekkti hann, ég þekkti fjölskyldu hans og af hverju ætti ég að hlusta á einhverja hálfvita reyna geta í eyðurnar,“ segir Bale í samtali við Esquire-tímaritið. „Ég bókstaflega horfði ekki á eina einustu frétt eða las nokkuð sem blöðin skrifuðu.“ Ledger dó í New York skömmu eftir að tökum á Batman var lokið og leikur grunur á að hann hafi látist af ofneyslu svefnlyfja. „Ef ég var að horfa á sjónvarpið og einhver frétt um Ledger kom þá skipti ég um stöð eða slökkti á sjónvarpinu, mér finnst svona vangaveltur ekki vera fréttamennska,“ bætti Bale við. Hann viðurkennir að hann harmi enn sviplegt fráfall Ledgers enda hafi þeir deilt sömu ástríðu á því sem þeir voru að gera. „Sumir leikarar verða alveg forviða þegar ég er að leika og spyrja af hverju ég gangi svona langt og halda að ég sé eitthvað klikkaður. Ég sá hjá Heath sömu þrána og ástríðuna,“ segir Bale og bætir því að hann hafi lítil samskipti við leikara utan starfsins. „Nema Heath, hann var undantekningin frá þeirri reglu.“
Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira