Lífið

Horfði ekki á fréttir

Syrgir Ledger Christian Bale segist ekki hafa horft á eina einustu frétt um dauða Heaths Ledger.
Syrgir Ledger Christian Bale segist ekki hafa horft á eina einustu frétt um dauða Heaths Ledger.

Christian Bale hefur upplýst að hann hafi ekki horft á eina einustu frétt um dauða mótleikara síns, Heath Ledger. Þeir léku saman í The Dark Knight þar sem Bale var Leðurblökumaðurinn en Ledger Jókerinn. Bale vildi að eigin sögn ekki láta vanvita eyðileggja þá minningu sem hann hafð af leikaranum.

„Ég horfði ekki á neinar fréttir. Ég þekkti hann, ég þekkti fjölskyldu hans og af hverju ætti ég að hlusta á einhverja hálfvita reyna geta í eyðurnar,“ segir Bale í samtali við Esquire-tímaritið. „Ég bókstaflega horfði ekki á eina einustu frétt eða las nokkuð sem blöðin skrifuðu.“

Ledger dó í New York skömmu eftir að tökum á Batman var lokið og leikur grunur á að hann hafi látist af ofneyslu svefnlyfja. „Ef ég var að horfa á sjónvarpið og einhver frétt um Ledger kom þá skipti ég um stöð eða slökkti á sjónvarpinu, mér finnst svona vangaveltur ekki vera fréttamennska,“ bætti Bale við.

Hann viðurkennir að hann harmi enn sviplegt fráfall Ledgers enda hafi þeir deilt sömu ástríðu á því sem þeir voru að gera. „Sumir leikarar verða alveg forviða þegar ég er að leika og spyrja af hverju ég gangi svona langt og halda að ég sé eitthvað klikkaður. Ég sá hjá Heath sömu þrána og ástríðuna,“ segir Bale og bætir því að hann hafi lítil samskipti við leikara utan starfsins. „Nema Heath, hann var undantekningin frá þeirri reglu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.