Veður

Stöku él í flestum lands­hlutum

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan- og norðaustanátt í dag, víða fimm til tíu metrar á sekúndum, en suðaustan átta til þrettán á Suðvesturlandi í dag. Reikna má með stöku éljum í flestum landshlutum en úrkomulítið að mestu á Suðausturlandi og norðvestanlands.

Veður

Stormur á Vest­fjörðum en hægari vindur annars staðar

Núna í morgunsárið er 958 millibara lægð yfir Suðurlandi og það er því breytilegt hvaðan vindur blæs í dag. Við suðurströndina verður suðvestan 13 til 18 metrar á sekúndu og rigning en á Vestfjörðum verður norðaustan stormur og snjókoma.

Veður

Veður skánar á Vest­fjörðum en él sunnan- og vestan­lands

Hægfara lægð er nú stödd skammt vestur af landinu og benda nýjustu spár til þess að veðrið á Vestfjörðum verði mun skárra í dag en verið hefur. Þó er stutt í hvassa norðaustanátt úti á miðunum og þar lítið að breytast til að hún nái aftur inn á land.

Veður

Slydda og snjó­koma á vestan­verðu landinu

Skammt suðvestur af Reykjanesi er nú þúsund millibara lægð sem mjakast norður og fylgir henni slydda eða snjókoma á vestanverðu landinu. Má reikna með vindi átta til fimmtán metrum á sekúndu.

Veður

Á­fram bjart suð­vestan­til á landinu

Skammt suðaustur af Hvarfi er nú lægð sem þokast austur á bóginn. Gera má ráð fyrir að vindur verði aðeins norðlægari en í gær og áfram bjart veður suðvestantil á landinu. Þó má reikna með dálitlum éljum norðaustanlands.

Veður

Rauðar tölur um allt land

Lægðin sem liggur skammt suður af landinu kemur með milt loft og er hitastigið víða komið upp í núll til sjö stig núna í morgunsárið. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun.

Veður

Hægir vindar og él á víð og dreif

Allmikil lægð skammt norðaustur af Jan Mayen hreyfist nú norður og önnur, sem er heldur veigaminni og djúpt suður í hafi, hreyfist til norðausturs. Þessar tvær lægðir stjórna veðri í dag, en þar sem þær eru fjarri landi eru vindar hægir og dálítli él á víð og dreif.

Veður

Bjart og kalt í morguns­árið

Nú í morgunsárið er bjart og kalt veður víða á landinu að því sem fram kemur í textalýsingu Veðurstofunnar. Í dag nálgast lægð úr suðvestri og eftir hádegi er búist við að hægt vaxandi suðlægri átt og að það muni hlýna smám saman.

Veður

Víða vindur á landinu

Hæð yfir Grænlandi og lægð við Noreg beina norðlægri átt að Íslandi í dag. Þetta kemur fram í textalýsingu Veðurstofunnar.

Veður

Snjóar norðan­til og hvessir all­hressi­lega

Djúp lægð skammt vestur af landinu þokast nú til suðvesturs og kemur smálægð úr norðaustri í kjölfar hennar. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það snjói um norðanvert landið í dag og hvessi allhressilega norðvestantil.

Veður