Erlent Milljónir án vatns Milljónir íbúa Bagdad hafa ekki lengur aðgang að vatni eftir að eldur kom upp í stjórnstöð sem sér um að dæla vatni inn í borgina. Eldsvoðinn braust út aðeins degi eftir að borgarstjóri Bagdad kvartaði undan því að innviðir borgarinnar væru í lamasessi og hótaði að segja af sér ef ríkisstjórnin léti ekki til sín taka. Erlent 1.7.2005 00:01 Sjö vikna deilu lokið Sjö vikna verkfalli starfsmanna í pappírsiðnaðinum og verkbönnum af hálfu vinnuveitenda lauk í gær þegar verkalýðsforkólfar og atvinnurekendur samþykktu þriggja ára kjarasamning. Erlent 1.7.2005 00:01 11 borgarar drepnir í Afganistan Talíbanar drápu fimmtán manns í Suður-Afganistan í dag. Ellefu hinna látnu eru óbreyttir borgarar auk fjögurra lögreglumanna. Þá létust þrettán talíbanar í átökum þeirra við afganskar öryggissveitir. Átök í landinu hafa aukist mjög undanfarið í aðdraganda kosninga sem haldnar verða í september næstkomandi. Erlent 1.7.2005 00:01 Óskar eftir endurnýjuðu umboði Þýska stjórnin er fallin, ári áður en kjörtímabil hennar rennur út. Gerhard Schröder kanslari óskaði í gær eftir og fékk vantraust þingsins sem gerir honum kleift að efna til nýrra þingkosninga. Erlent 1.7.2005 00:01 Ákæra vegna litanotkunar Arabíski Balad-flokkurinn hefur höfðað mál fyrir ísraelskum dómstólum gegn hópi róttækra gyðinga sem berjast gegn brottflutningi ísraelskra landtökumanna frá Gasa. Ákæran snýst þó ekki um brottflutninginn, heldur liti. Erlent 1.7.2005 00:01 70 prósent ósátt við Chirac Einungis fimmti hver Frakki er sáttur við frammistöðu Jacques Chirac Frakklandsforseta, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í Le Figaro. Sjö af hverjum tíu eru hins vegar ósáttir við forsetann og störf hans. Erlent 1.7.2005 00:01 Rigningu fagnað á Ítalíu Margir Ítalir fögnuðu mjög þegar byrjaði að rigna í norðurhluta landsins og um miðbik þess í gær. Rigningin kemur í kjölfar mikillar hitabylgju sem hefur kostað 21 einstakling lífið og léttir aðeins á þjáningum landsmanna og ferðamanna. Erlent 1.7.2005 00:01 Átta ár frá afhendingu Hong Kong Hátíðarhöld standa nú yfir í Hong Kong í tilefni af því að átta ár eru liðin frá því borgin var afhent Kína á ný. Ekki var þó laust við gagnrýnisraddir ýmissa lýðræðissinna á hátíðinni en þeir voru þó fljótt fjarlægðir af vettvangi, enda yfirvöld í Kína ekki þekkt fyrir þolinmæði eða þeim sem ósammála eru stefnu ríkisins. Erlent 1.7.2005 00:01 Skiljið bindin eftir heima Í fyrsta sinn í sögunni hafa borgaryfirvöld í Peking beðið opinbera starfsmenn um að sleppa bindinu og mæta í vinnuna í léttum og þægilegum fatnaði í stað jakkafatanna sem þeim er skylt að klæðast. Með því vilja yfirvöld draga úr þörfinni á loftkælingu í skrifstofubyggingum svo sporna megi við orkuskorti. Erlent 1.7.2005 00:01 Skutu tilræðismann til bana Tyrkneskir lögreglumenn skutu karlmann í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann reyndi að tendra sprengju sem hann bar á sér. Maðurinn lagði á flótta en var skotinn fyrir utan ráðuneytið þar sem hann lá særður á jörðinni og reyndi að sögn að sprengja sig í loft upp. Erlent 1.7.2005 00:01 Kommúnistaflokkur Kína 84 ára Kommúnistaflokkur Kína fagnar áttatíu og fjögurra ára afmæli sínu í dag. Flokkurinn, sem hefur verið eini löglegi stjórnmálaflokkurinn í Kína síðan 1949, státar sig af því að vera stærsti stjórnmálaflokkur heims. Erlent 1.7.2005 00:01 Rangt að kalla Gandi gömlu nornina Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist sjá eftir því að hafa kallað Indiru Gandhi, þá forsætisráðherra Indlands, gamla norn í samtali við Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 1971. Erlent 1.7.2005 00:01 570 þúsund ólöglegir innflytjendur Allt að 570 þúsund ólöglegir innflytjendur búa nú í Bretlandi, eða um 1% allra íbúa landsins, að sögn breskra innanríkisráðuneytisins. Tony Blair forsætisráðherra sagði fyrir tæpum tveimur mánuðum, skömmu áður en þingkosningar fóru fram í Bretlandi, að ómögulegt væri að segja til um hversu margir ólöglegir innflytjendur byggju í Bretlandi. Erlent 1.7.2005 00:01 Rökke í 4 mánaða fangelsi Norski viðskiptajöfurinn Kjell Inge Rökke var í morgun dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa mútað sænskum embættismönnum til að verða sér út um skipstjórnarréttindi fyrir þremur árum. Þrír mánuðir af dóminum eru skilorðsbundnir þannig að Rökke þarf að dúsa í fangelsi í 30 daga. Erlent 1.7.2005 00:01 Blair gagnrýndi Bandaríkjastjórn Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gagnrýndi Bandaríkjastjórn í þætti á bresku sjónvarpsstöðinni MTV í gær. Umræðuefnið var loftslagsbreytingar sem Blair segir vera mestu ógn við jörðina og að ef árangur eigi að nást í málum þessum þurfi Bandaríkin að taka virkari þátt og skrifa undir Kyoto-sáttmálann. Erlent 1.7.2005 00:01 Vantraust samþykkt á stjórnina Þýska þingið samþykkti nú í morgun vantraust á ríkisstjórn Gerhards Schröders kanslara með 296 atkvæðum gegn 151. Schröder hafði hvatt þingmenn til að styðja vantrauststillöguna svo flýta mætti kosningum. Erlent 1.7.2005 00:01 Ráðist gegn mýrarköldu George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að ríkisstjórn sín myndi á næstu árum verja jafngildi 78 milljarða íslenskra króna til að berjast gegn malaríu. Erlent 30.6.2005 00:01 Danir njósnuðu lítið Ríkisstjórnum austantjaldsríkjanna tókst ekki að fá háttsetta danska embættismenn til að njósna fyrir sig á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var á fimmtudag. Erlent 30.6.2005 00:01 Dauðadómur Marcus Wesson, 58 ára karlmaður sem fundinn hefur verið sekur um að hafa myrt níu börn sín, var í gær dæmdur til dauða. Wesson, var handtekinn í fyrra eftir að níu lík, öll með samskonar skotsár, fundust á heimili hans í Fresno. Erlent 30.6.2005 00:01 Enginn bjór, enginn matur Hádegisverðarfundi belgískra þingmanna með kollegum frá Íran var í morgun frestað. Þetta væri ekki í frásögur færandi væri ástæðan ekki með óvenjulegri hætti. Erlent 30.6.2005 00:01 Ahmadinejad með myrka fortíð Bandaríkjamenn sem haldið var í sendiráði sínu í Teheran í 444 daga fyrir um aldarfjórðungi síðan staðhæfa að nýkjörinn forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sé einn gíslatökumannanna. Erlent 30.6.2005 00:01 Sjóræningjar tóku hjálpargögn Skipi sem flytja átti hjálpargögn til Sómalíu hefur verið rænt í Indlandshafi. Um borð í skipinu var matur frá Sameinuðu þjóðunum sem flytja átti til svæðanna sem verst urðu úti í flóðbylgjunni sem skall á ströndum landsins um síðustu jól. Að sögn bandarísku fréttastofunnar CNN var skipið á leiðinni frá kenýsku höfninni Mombasa til Bossaso í Norðaustur-Sómalíu þegar vopnaðir sjóræningjar réðust á það. Erlent 30.6.2005 00:01 Schwarzenegger með lítið fylgi Meirihluti Kaliforníubúa vill ekki sjá Arnold Schwarzenegger endurkjörinn sem fylkisstjóra en kosningar fara fram á næsta ári. Fylgi Repúblikana í fylkinu hefur farið minnkandi að undanförnu samkvæmt síðustu skoðanakönnunum. Erlent 30.6.2005 00:01 Farfuglar sýktir af fuglaflensu Fuglaflensufaraldurinn í Norðvestur-Kína reynist alvarlegri en fyrr var ætlað. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna ætla að fimm þúsund farfuglar hafi dáið í Qinghai-héraði. Einnig hafa sérfræðingar miklar áhyggjur af því hvað gerist þegar fuglarnir fara að flytja sig frá svæðinu og hvetja Kínverja til að gera fleiri tilraunir áður en til þess kemur. Erlent 30.6.2005 00:01 Engar upplýsingar um fangaskip Bandarísk stjórnvöld segja að engar upplýsingar séu fyrir hendi sem styðji ásakanir um að Bandaríkin haldi grunuðum hryðjuverkamönnum sem föngum um borð í skipum sínum víðs vegar um höf. Erlent 30.6.2005 00:01 Átök á Gasa svæðinu Átök brutust út á Gasa-ströndinni í dag þegar ísraelskar lögreglusveitir tókust á við róttæka gyðinga. Harðlínumenn búa sig undir átök vegna yfirvofandi brotthvarfs frá landnámssvæðunum. Erlent 30.6.2005 00:01 Hótel sprengt í Bagdad Mildi þykir að enginn lést er sprengjuárás var gerð á Babylon hótelið í miðborg Baghdad, höfuðborgar Íraks í gærkvöldi. Einn særðist í árásinni en þó ekki lífshættulega að því er framkvæmdastjóri hótelsins sagði í samtali við AP-fréttastofuna. Erlent 30.6.2005 00:01 Dregið úr ofbeldi í Guantanamo Yfirmaður í Guantanamo fangelsinu á Kúbu, sagði í gær að aðeins lítill hluti starfsmanna fangelsisins hefði komið illa fram við fangana. Hann sagði að af þeim þúsundum yfirheyrslna sem þar hafi farið fram, sé í raun aðeins hægt að tala um tíu skipti sem fangar hefðu verið beittir ofbeldi. Erlent 30.6.2005 00:01 Hvíta húsið rýmt Þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum var rýmt sem og Hvíta húsið og George Bush, Bandaríkjaforseti fluttur á öruggan stað, er einkaflugvél flaug inn á bannsvæði í borginni í morgun. Erlent 30.6.2005 00:01 Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd Spænska þingið hefur samþykkt frumvarp um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Frumvarpið, sem er hluti af félagslegum umbótum spænska sósíalistaflokksins, heimilar samkynhneigðum pörum einnig að ættleiða börn og erfa eigur hvors annars. Erlent 30.6.2005 00:01 « ‹ ›
Milljónir án vatns Milljónir íbúa Bagdad hafa ekki lengur aðgang að vatni eftir að eldur kom upp í stjórnstöð sem sér um að dæla vatni inn í borgina. Eldsvoðinn braust út aðeins degi eftir að borgarstjóri Bagdad kvartaði undan því að innviðir borgarinnar væru í lamasessi og hótaði að segja af sér ef ríkisstjórnin léti ekki til sín taka. Erlent 1.7.2005 00:01
Sjö vikna deilu lokið Sjö vikna verkfalli starfsmanna í pappírsiðnaðinum og verkbönnum af hálfu vinnuveitenda lauk í gær þegar verkalýðsforkólfar og atvinnurekendur samþykktu þriggja ára kjarasamning. Erlent 1.7.2005 00:01
11 borgarar drepnir í Afganistan Talíbanar drápu fimmtán manns í Suður-Afganistan í dag. Ellefu hinna látnu eru óbreyttir borgarar auk fjögurra lögreglumanna. Þá létust þrettán talíbanar í átökum þeirra við afganskar öryggissveitir. Átök í landinu hafa aukist mjög undanfarið í aðdraganda kosninga sem haldnar verða í september næstkomandi. Erlent 1.7.2005 00:01
Óskar eftir endurnýjuðu umboði Þýska stjórnin er fallin, ári áður en kjörtímabil hennar rennur út. Gerhard Schröder kanslari óskaði í gær eftir og fékk vantraust þingsins sem gerir honum kleift að efna til nýrra þingkosninga. Erlent 1.7.2005 00:01
Ákæra vegna litanotkunar Arabíski Balad-flokkurinn hefur höfðað mál fyrir ísraelskum dómstólum gegn hópi róttækra gyðinga sem berjast gegn brottflutningi ísraelskra landtökumanna frá Gasa. Ákæran snýst þó ekki um brottflutninginn, heldur liti. Erlent 1.7.2005 00:01
70 prósent ósátt við Chirac Einungis fimmti hver Frakki er sáttur við frammistöðu Jacques Chirac Frakklandsforseta, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í Le Figaro. Sjö af hverjum tíu eru hins vegar ósáttir við forsetann og störf hans. Erlent 1.7.2005 00:01
Rigningu fagnað á Ítalíu Margir Ítalir fögnuðu mjög þegar byrjaði að rigna í norðurhluta landsins og um miðbik þess í gær. Rigningin kemur í kjölfar mikillar hitabylgju sem hefur kostað 21 einstakling lífið og léttir aðeins á þjáningum landsmanna og ferðamanna. Erlent 1.7.2005 00:01
Átta ár frá afhendingu Hong Kong Hátíðarhöld standa nú yfir í Hong Kong í tilefni af því að átta ár eru liðin frá því borgin var afhent Kína á ný. Ekki var þó laust við gagnrýnisraddir ýmissa lýðræðissinna á hátíðinni en þeir voru þó fljótt fjarlægðir af vettvangi, enda yfirvöld í Kína ekki þekkt fyrir þolinmæði eða þeim sem ósammála eru stefnu ríkisins. Erlent 1.7.2005 00:01
Skiljið bindin eftir heima Í fyrsta sinn í sögunni hafa borgaryfirvöld í Peking beðið opinbera starfsmenn um að sleppa bindinu og mæta í vinnuna í léttum og þægilegum fatnaði í stað jakkafatanna sem þeim er skylt að klæðast. Með því vilja yfirvöld draga úr þörfinni á loftkælingu í skrifstofubyggingum svo sporna megi við orkuskorti. Erlent 1.7.2005 00:01
Skutu tilræðismann til bana Tyrkneskir lögreglumenn skutu karlmann í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann reyndi að tendra sprengju sem hann bar á sér. Maðurinn lagði á flótta en var skotinn fyrir utan ráðuneytið þar sem hann lá særður á jörðinni og reyndi að sögn að sprengja sig í loft upp. Erlent 1.7.2005 00:01
Kommúnistaflokkur Kína 84 ára Kommúnistaflokkur Kína fagnar áttatíu og fjögurra ára afmæli sínu í dag. Flokkurinn, sem hefur verið eini löglegi stjórnmálaflokkurinn í Kína síðan 1949, státar sig af því að vera stærsti stjórnmálaflokkur heims. Erlent 1.7.2005 00:01
Rangt að kalla Gandi gömlu nornina Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist sjá eftir því að hafa kallað Indiru Gandhi, þá forsætisráðherra Indlands, gamla norn í samtali við Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 1971. Erlent 1.7.2005 00:01
570 þúsund ólöglegir innflytjendur Allt að 570 þúsund ólöglegir innflytjendur búa nú í Bretlandi, eða um 1% allra íbúa landsins, að sögn breskra innanríkisráðuneytisins. Tony Blair forsætisráðherra sagði fyrir tæpum tveimur mánuðum, skömmu áður en þingkosningar fóru fram í Bretlandi, að ómögulegt væri að segja til um hversu margir ólöglegir innflytjendur byggju í Bretlandi. Erlent 1.7.2005 00:01
Rökke í 4 mánaða fangelsi Norski viðskiptajöfurinn Kjell Inge Rökke var í morgun dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa mútað sænskum embættismönnum til að verða sér út um skipstjórnarréttindi fyrir þremur árum. Þrír mánuðir af dóminum eru skilorðsbundnir þannig að Rökke þarf að dúsa í fangelsi í 30 daga. Erlent 1.7.2005 00:01
Blair gagnrýndi Bandaríkjastjórn Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gagnrýndi Bandaríkjastjórn í þætti á bresku sjónvarpsstöðinni MTV í gær. Umræðuefnið var loftslagsbreytingar sem Blair segir vera mestu ógn við jörðina og að ef árangur eigi að nást í málum þessum þurfi Bandaríkin að taka virkari þátt og skrifa undir Kyoto-sáttmálann. Erlent 1.7.2005 00:01
Vantraust samþykkt á stjórnina Þýska þingið samþykkti nú í morgun vantraust á ríkisstjórn Gerhards Schröders kanslara með 296 atkvæðum gegn 151. Schröder hafði hvatt þingmenn til að styðja vantrauststillöguna svo flýta mætti kosningum. Erlent 1.7.2005 00:01
Ráðist gegn mýrarköldu George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að ríkisstjórn sín myndi á næstu árum verja jafngildi 78 milljarða íslenskra króna til að berjast gegn malaríu. Erlent 30.6.2005 00:01
Danir njósnuðu lítið Ríkisstjórnum austantjaldsríkjanna tókst ekki að fá háttsetta danska embættismenn til að njósna fyrir sig á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var á fimmtudag. Erlent 30.6.2005 00:01
Dauðadómur Marcus Wesson, 58 ára karlmaður sem fundinn hefur verið sekur um að hafa myrt níu börn sín, var í gær dæmdur til dauða. Wesson, var handtekinn í fyrra eftir að níu lík, öll með samskonar skotsár, fundust á heimili hans í Fresno. Erlent 30.6.2005 00:01
Enginn bjór, enginn matur Hádegisverðarfundi belgískra þingmanna með kollegum frá Íran var í morgun frestað. Þetta væri ekki í frásögur færandi væri ástæðan ekki með óvenjulegri hætti. Erlent 30.6.2005 00:01
Ahmadinejad með myrka fortíð Bandaríkjamenn sem haldið var í sendiráði sínu í Teheran í 444 daga fyrir um aldarfjórðungi síðan staðhæfa að nýkjörinn forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sé einn gíslatökumannanna. Erlent 30.6.2005 00:01
Sjóræningjar tóku hjálpargögn Skipi sem flytja átti hjálpargögn til Sómalíu hefur verið rænt í Indlandshafi. Um borð í skipinu var matur frá Sameinuðu þjóðunum sem flytja átti til svæðanna sem verst urðu úti í flóðbylgjunni sem skall á ströndum landsins um síðustu jól. Að sögn bandarísku fréttastofunnar CNN var skipið á leiðinni frá kenýsku höfninni Mombasa til Bossaso í Norðaustur-Sómalíu þegar vopnaðir sjóræningjar réðust á það. Erlent 30.6.2005 00:01
Schwarzenegger með lítið fylgi Meirihluti Kaliforníubúa vill ekki sjá Arnold Schwarzenegger endurkjörinn sem fylkisstjóra en kosningar fara fram á næsta ári. Fylgi Repúblikana í fylkinu hefur farið minnkandi að undanförnu samkvæmt síðustu skoðanakönnunum. Erlent 30.6.2005 00:01
Farfuglar sýktir af fuglaflensu Fuglaflensufaraldurinn í Norðvestur-Kína reynist alvarlegri en fyrr var ætlað. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna ætla að fimm þúsund farfuglar hafi dáið í Qinghai-héraði. Einnig hafa sérfræðingar miklar áhyggjur af því hvað gerist þegar fuglarnir fara að flytja sig frá svæðinu og hvetja Kínverja til að gera fleiri tilraunir áður en til þess kemur. Erlent 30.6.2005 00:01
Engar upplýsingar um fangaskip Bandarísk stjórnvöld segja að engar upplýsingar séu fyrir hendi sem styðji ásakanir um að Bandaríkin haldi grunuðum hryðjuverkamönnum sem föngum um borð í skipum sínum víðs vegar um höf. Erlent 30.6.2005 00:01
Átök á Gasa svæðinu Átök brutust út á Gasa-ströndinni í dag þegar ísraelskar lögreglusveitir tókust á við róttæka gyðinga. Harðlínumenn búa sig undir átök vegna yfirvofandi brotthvarfs frá landnámssvæðunum. Erlent 30.6.2005 00:01
Hótel sprengt í Bagdad Mildi þykir að enginn lést er sprengjuárás var gerð á Babylon hótelið í miðborg Baghdad, höfuðborgar Íraks í gærkvöldi. Einn særðist í árásinni en þó ekki lífshættulega að því er framkvæmdastjóri hótelsins sagði í samtali við AP-fréttastofuna. Erlent 30.6.2005 00:01
Dregið úr ofbeldi í Guantanamo Yfirmaður í Guantanamo fangelsinu á Kúbu, sagði í gær að aðeins lítill hluti starfsmanna fangelsisins hefði komið illa fram við fangana. Hann sagði að af þeim þúsundum yfirheyrslna sem þar hafi farið fram, sé í raun aðeins hægt að tala um tíu skipti sem fangar hefðu verið beittir ofbeldi. Erlent 30.6.2005 00:01
Hvíta húsið rýmt Þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum var rýmt sem og Hvíta húsið og George Bush, Bandaríkjaforseti fluttur á öruggan stað, er einkaflugvél flaug inn á bannsvæði í borginni í morgun. Erlent 30.6.2005 00:01
Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd Spænska þingið hefur samþykkt frumvarp um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Frumvarpið, sem er hluti af félagslegum umbótum spænska sósíalistaflokksins, heimilar samkynhneigðum pörum einnig að ættleiða börn og erfa eigur hvors annars. Erlent 30.6.2005 00:01