Erlent

Skiljið bindin eftir heima

Í fyrsta sinn í sögunni hafa borgaryfirvöld í Peking beðið opinbera starfsmenn um að sleppa bindinu og mæta í vinnuna í léttum og þægilegum fatnaði í stað jakkafatanna sem þeim er skylt að klæðast. Með því vilja yfirvöld draga úr þörfinni á loftkælingu í skrifstofubyggingum svo sporna megi við orkuskorti. Mikil uppbygging í atvinnulífi Kína á undanförnum árum, ekki síst í iðnaði, hefur leitt til orkuskorts í mörgum borgum. Borgaryfirvöld í Peking hafa fyrirskipað að loftkæling sé spöruð en komu til móts við starfsmenn með leyfi til léttari klæðaburðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×