Erlent

Rökke í 4 mánaða fangelsi

Norski viðskiptajöfurinn Kjell Inge Rökke var í morgun dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa mútað sænskum embættismönnum til að verða sér út um skipstjórnarréttindi fyrir þremur árum. Þrír mánuðir af dóminum eru skilorðsbundnir þannig að Rökke þarf að dúsa í fangelsi í 30 daga. Bátasalinn sem seldi honum snekkju og útvegaði honum réttindin á sínum tíma var dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi vegna málsins, þar af eru fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Embættismaðurinn sem útbjó skírteini Rökke hlaut 16 mánaða dóm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×