Erlent

Skutu tilræðismann til bana

Tyrkneskir lögreglumenn skutu karlmann í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann reyndi að tendra sprengju sem hann bar á sér. Maðurinn lagði á flótta en var skotinn fyrir utan ráðuneytið þar sem hann lá særður á jörðinni og reyndi að sögn að sprengja sig í loft upp. Lögregla hefur borið kennsl á tilræðismanninn sem sagður er hafa verið félagi í marxískri byltingarhreyfingu sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa bannað. Maðurinn er sagður hafa skipulagt tvær árásir, eina á brúðkaup sonar forsætisráðherrans 2003 og aðra á ráðherrafund Nató í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×