Erlent

70 prósent ósátt við Chirac

Einungis fimmti hver Frakki er sáttur við frammistöðu Jacques Chirac Frakklandsforseta, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í Le Figaro. Sjö af hverjum tíu eru hins vegar ósáttir við forsetann og störf hans. Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra nýtur mestra vinsælda samkvæmt könnuninni, 51 prósent aðspurðra er sátt við störf hans. Sarkozy fer ekki leynt með að hann sækist eftir forsetaembættinu næst þegar verður kosið um það, árið 2007. Dominique de Villepin forsætisráðherra nýtur stuðnings 39 prósenta Frakka en býr við andstöðu 49 prósenta þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×