Erlent

570 þúsund ólöglegir innflytjendur

Allt að 570 þúsund ólöglegir innflytjendur búa nú í Bretlandi, eða um 1% allra íbúa landsins, að sögn breskra innanríkisráðuneytisins. Tony Blair forsætisráðherra sagði fyrir tæpum tveimur mánuðum, skömmu áður en þingkosningar fóru fram í Bretlandi, að ómögulegt væri að segja til um hversu margir ólöglegir innflytjendur byggju í Bretlandi. Breski Íhaldsflokkurinn sagði fyrir kosningarnar að allt að hálf milljón ólöglegra innflytjenda væri hugsanlega í landinu en Blair vísaði þeim málflutningi á bug. Hvað gert verður til að sporna við þessari þróun hefur þó ekki verið ákveðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×