Erlent

Átta ár frá afhendingu Hong Kong

Hátíðarhöld standa nú yfir í Hong Kong í tilefni af því að átta ár eru liðin frá því borgin var afhent Kína á ný. Donald Tsang, leiðtogi Hong Kong, sagði í ræðu sinni í morgun að íbúar borgarinnar væru orðnir ánægðir þegnar Kína en fyrir árið 1997 var Hong Kong bresk nýlenda. Ekki var þó laust við gagnrýnisraddir ýmissa lýðræðissinna á hátíðinni en þeir voru þó fljótt fjarlægðir af vettvangi, enda yfirvöld í Kína ekki þekkt fyrir þolinmæði eða þeim sem ósammála eru stefnu ríkisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×