Erlent

Rangt að kalla Gandi gömlu nornina

Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist sjá eftir því að hafa kallað Indiru Gandhi, þá forsætisráðherra Indlands, gamla norn í samtali við Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 1971. Upptökur með ummælum Kissingers voru gerðar opinberar fyrr í vikunni. Kissinger segir að taka verði tillit til þeirra aðstæðna sem voru uppi þegar hann lét orðin falla. Þá hafi kalda stríðið verið í algleymingi og Bandaríkjamenn lagt sig fram um að vera vinveittir Gandhi og Indlandi en ekki þótt sem hún endurgyldi það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×