Erlent Ætlar að drekka brjóstamjólk úr eiginkonunni Nýbakaður faðir í Bretlandi segist ætla að drekka brjóstamjólk úr konu sinni og ekki borða neitt annað í óákveðinn tíma. Á bloggsíðu mannsins, sem kallar sig Curtis, segir hann að kona sín framleiði alltof mikið af brjóstamjólk að frystirinn hjá þeim er stútfullur af brjóstamjólkinni. Hann ætlar að prófa að drekka mjólkina og skrifa svo á síðu sína hvernig líkaminn bregst við. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, og mér finnst þetta líka fáránlegt en afhverju ekki? Ég meina kúamjólk var búin til fyrir litla kálfa, svo afhverju ekki að drekka brjóstamjólk sem var búin til fyrir lítil börn?“ segir maðurinn. Erlent 24.9.2011 21:30 Baptistina drap ekki risaeðlunar Ráðgátan um hvarf risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára er enn ekki að fullu leyst. Erlent 24.9.2011 21:15 Harðir bardagar í Sirte Hersveitir uppreisnarmanna í Líbíu eru nú komnar í miðborg Sirte og hafa að minnsta kosti tveir hermenn úr þeirra röðum fallið í hörðum bardögum sem hafa geisað í dag. Erlent 24.9.2011 16:52 Gera myndir eftir hugsunum Vísindamönnum tókst nýverið að búa til hreyfimyndir með því að fylgjast með heilastarfsemi fólks. Tæknin gæti í framtíðinni gert fólki mögulegt að fylgjast með hugsunum sjúklinga í dái, eða hlaða draumum sínum á netið í formi kvikmynda. Erlent 24.9.2011 16:00 Mótmæli í Jemen Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið og yfir 60 eru særðir eftir mótmæli í Sanaa, höfuðborg Jemen, í nótt og í morgun. Erlent 24.9.2011 15:30 Tíunda hvert barn getið í glasi Aldrei hafa eins mörg dönsk börn verið getin með glasafrjóvgun líkt og á síðasta ári þegar níu prósent fæddra barna voru getin á þann hátt. Erlent 24.9.2011 15:00 Stungin af marglyttu Sundkappinn Diana Nyad var stungin af marglyttu aðeins eftir nokkra klukktíma í sinni þriðju tilraun að synda frá Kúbu til Flórída í Bandaríkjunum. Erlent 24.9.2011 13:31 Talinn hafa notað illa fengið fé í kosningabaráttu Nicolas Bazire, kaupsýslumaður og fyrrverandi stjórnmálamaður, var svaramaður þegar Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kvæntist fyrirsætunni Cörlu Bruni fyrir þremur árum. Hann er nú grunaður um að hafa notað fé sem franska ríkið fékk fyrir sölu á kafbáti til Pakistans í baráttu Edouards Balladur fyrir forsetakosningarnar 1995. Erlent 24.9.2011 13:15 Líkir málflutningi við aðferðir Göbbels Áfrýjun bandarískrar skólastúlku sem hlaut dóm fyrir að myrða vinkonu sína á Ítalíu fyrir fjórum árum, var tekin fyrir í gær. Málið hefur vakið heimsathygli, en saksóknari líkir málflutningi lögmanns hennar við taktík áróðursmálaráðherra Hitlers. Erlent 24.9.2011 12:30 Pútín ætlar í forsetaframboð Vladimir Pútín ætlar að bjóða sig fram til forseta Rússlands á nýjan leik en Dmitry Medvedev núverandi forseti landsins mun gegna forystuhlutverki fyrir flokk sinn í komandi þingkosningum. Erlent 24.9.2011 11:42 Segir gömlu leiðina ekki lengur færa Palestínumenn fögnuðu ákaft þegar Mahmoud Abbas hafði lagt fram umsókn um fulla aðild Palestínuríkis að Sameinuðu þjóðunum. Fjöldi fólks hélt út á götur á Vesturbakkanum til að fagna ræðu forseta Palestínustjórnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fögnuður ríkti einnig víða í arabaríkjunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent 24.9.2011 11:30 Harmleikur í Lundúnum: Móðir og fimm börn brunnu inni Fjörutíu og eins árs gömul kona og fimm börn hennar létust í eldsvoða í norðvestur hluta Lundúna í nótt. Börnin sem létust voru á aldrinum tveggja til fjórtán ára. Erlent 24.9.2011 10:08 Ekki vitað hvar gervihnötturinn brotlenti Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA segja gervihnöttinn UARS, sem stefnt hefur á jörðina í nokkurn tíma, hafa brotlent í nótt. Þó er ekki vitað hvenær eða hvar. Erlent 24.9.2011 09:39 Ná samkomulagi um frið fyrir lok árs 2012 Fulltrúar Miðuaustarlandakvartettsins svokallaða, sem er skipaður af Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og Rússlandi, og er leiddur af Tony Blair, lögðu á það áherslu í gær að Ísraelar og Palestínumenn færu aftur að samningaborðinu með sérstaka tímaáætlun með það að markmiði að ná samkomulagi um frið fyrir desember 2012. Erlent 24.9.2011 09:35 Kviðdómur valinn í málinu gegn lækni Michaels Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Conrad Murray, sem var læknir poppkóngsins Michaels Jackson, valdi í dag kviðdómendur. Tvö ár voru liðin í júní síðastliðnum frá því að Jackson dó. Murray var svo ákærður fyrir manndráp af gáleysi í febrúar í fyrra en hann er grunaður um að hafa gefið Jackson ofskammt af svefnlyfjum. Erlent 23.9.2011 23:06 Moore hvetur fólk til að sniðganga Georgíu Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hvetur til þess að viðskiptatengslum við Georgíufylki í Bandaríkjunum verði slitið. Tilgangurinn yrði að mótmæla aftökunni á Troy Davis frá Savannah fyrr í vikunni. Davis var, sem kunnugt er dæmdur, fyrir um tuttugu árum síðan, en mikill vafi lék á sekt hans. Erlent 23.9.2011 21:24 Páfinn hitti þolendur kynferðisofbeldis Benedikt XVI páfi hitti þolendur kynferðisbrota af hálfu presta í Þýskalandi í dag og sýndi þeim samhug sinn, segir í tilkynningu frá Vatíkaninu. Samkvæmt frásögn AP fréttastofunnar stóð fundur páfa með fimm þolendum yfir í einn og hálfan klukkutíma. Erlent 23.9.2011 20:59 Fyrrverandi ritstjóri stefnir News Corp Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, hefur stefnt News Corp útgáfufélaginu, sem gaf blaðið út, fyrir að hafa hætt að greiða lögfræðikostnað hans. Coulson var handtekinn í júlí síðastliðnum grunaður um aðild að spillingu og símhlerunum. Hann var látinn laus gegn greiðslu tryggingargjalds. Coulson starfaði við almannatengsl hjá David Cameron, eftir að hann lét af starfi ritstjóra, en sagði upp því starfi í janúar vegna hlerunarmálsins. Erlent 23.9.2011 20:32 Samtölum Breiviks við geðlækna lokið Eftir ellefu ítarleg viðtöl við Anders Behring Breivik er samtölum réttargeðlækna við hann nú lokið. Geir Lippestad, verjandi hans segir samtölin hafa tekið mun lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Breivik hefur játað ábyrgð á hryðjuverkunum í Útey. Erlent 23.9.2011 19:57 Abbas óskaði eftir aðild að Sameinuðu þjóðunum Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, óskaði formlega eftir því að Palestina fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Abbas var ákaft fagnað þegar að hann tilkynnti í ræðu á þinginu að hann hefði afhent Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, umsóknina. Erlent 23.9.2011 17:28 Fjármálaheimurinn berst í bökkum - trúa ekki G20 hópnum Fjármálamarkaðir í Evrópu eru enn í uppnámi þrátt fyrir yfirlýsingu G20 hópsins svokallaða, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims. Hópurinn brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Erlent 23.9.2011 15:11 Gervihnötturinn brotlendir líklegast á miðnætti Gervihnötturinn sem nú stefnir á jörðina mun að öllum líkindum brotlenda á miðnætti í nótt. Sérfræðingar NASA geta á þessari stundu ekki sagt til um hvar mun falla til jarðar. Erlent 23.9.2011 13:12 Saleh snýr aftur og vill vopnahlé Forseti Jemens, sem snéri óvænt aftur til heimalands síns í morgun, vill koma á vopnahléi á milli mótmælenda og hersins. Saleh hefur síðustu þrjá mánuði verið í Sádí Arabíu að ná sér eftir að reynt var að ráða hann af dögum með eldflaugaárás. Saleh, sem verið hefur við völd í þrjátíu ár hefur, mætt mikilli mótmælaöldu í landinu síðustu mánuði. Upp á síðkastið hafa átök mótmælenda og stjórnarhermanna færst mikið í vöxt og er talið að um áttatíu manns hafi fallið frá því á sunnudag. Heimildir BBC herma að hinir látnu hafi flestir verið óvopnaðir mótmælendur. Erlent 23.9.2011 13:02 Efnavopn finnast í Líbíu Uppreisnarmenn í Líbíu segjast hafa fundið birgðir efnavopna í eyðimörkinni sem Múammar Gaddafí fyrrverandi leiðtogi landsins hafi komið sér upp. Talið var að Líbíumenn hefðu eytt efnavopnabirgðum sínum árið 2004 en það var hluti af samningi sem Bretar gerðu við landið með það að markmiði að laga samskipti Líbíu og vesturlanda. Eftirlitsstofnanir hafa þó haldið því fram að Líbíumenn hafi haldið eftir tæpum tíu tonnum af sinnepsgasi og þær birgðir virðast nú vera komnar í ljós. Erlent 23.9.2011 12:28 Abbas sækir um aðild fyrir Palestínu í dag Forseti Palestínumanna mun í dag sækja um fulla aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum. Mahmoud Abbas ætlar að sækja um aðildina með því að senda formlegt bréf til Ban Ki Moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna stuttu áður en hann heldur ræðu á Allsherjarþinginu sem nú stendur yfir. Erlent 23.9.2011 12:23 Hélt sex konum í kynlífsánauð - ríkið bannaði fréttaflutning af málinu Rúmlega þrítugur slökkviliðsmaður frá Kína hefur verið handtekinn fyrir að hafa haldið sex konum í ánauð í kjallara húss síns. Þá myrti maðurinn tvær konur og gróf þær grunnri gröf í einu horni kjallarans. Erlent 23.9.2011 10:46 Eggert borgaði umboðsmanni 160 milljónir þegar Lucas Neill var keyptur Fyrrverandi umboðsmaður knattspyrnumanna, Peter Harrison, fer hörðum orðum um peningasukkið í enska fótboltanum í Daily Mail í morgun. Eggert Magnússon, þáverandi stjórnarformaður West Ham, borgaði Harrison rúmlega 160 milljónir króna í þóknun þegar Lucas Neill var keyptur til West Ham í janúar 2007. Erlent 23.9.2011 09:09 Afstæðiskenning Einsteins í hættu Vísindamenn telja sig hafa fundið efni sem fer hraðar en ljósið. Sé uppgötvunin rétt, er afstæðiskenning Alberts Einstein þar með fallin. Erlent 22.9.2011 23:38 Sutherland og Glover leiða saman hesta sína Stórleikarinn Kiefer Sutherland mun bráðlega sjást á ný í sjónvarpi í þáttum sem hafa fengið nafnið Touch. Eins og mörgum er kunnugt um sló Kiefer Sutherland rækilega í gegn í þáttunum 24 eftir að leikaraferill hans hafði verið í lægð um nokkra ára skeið. Lítið hefur spurst til leikarans frá því að sýningu á 24 lauk í fyrrai, þangað til að Fox sjónvarpsstöðin tilkynnti í gær að von væri á þáttunum í sýningu á sjónvarpsstöðinni. Erlent 22.9.2011 23:08 Bandaríkjamenn gengu út af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Fulltrúar Bandaríkjanna, Frakklands og fleiri vestrænna ríkja gengu af fundi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag eftir að forseti Íran réðst að Ísraelum í ræðu sinni á þinginu og kallaði hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 „ráðgátu" Erlent 22.9.2011 18:09 « ‹ ›
Ætlar að drekka brjóstamjólk úr eiginkonunni Nýbakaður faðir í Bretlandi segist ætla að drekka brjóstamjólk úr konu sinni og ekki borða neitt annað í óákveðinn tíma. Á bloggsíðu mannsins, sem kallar sig Curtis, segir hann að kona sín framleiði alltof mikið af brjóstamjólk að frystirinn hjá þeim er stútfullur af brjóstamjólkinni. Hann ætlar að prófa að drekka mjólkina og skrifa svo á síðu sína hvernig líkaminn bregst við. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, og mér finnst þetta líka fáránlegt en afhverju ekki? Ég meina kúamjólk var búin til fyrir litla kálfa, svo afhverju ekki að drekka brjóstamjólk sem var búin til fyrir lítil börn?“ segir maðurinn. Erlent 24.9.2011 21:30
Baptistina drap ekki risaeðlunar Ráðgátan um hvarf risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára er enn ekki að fullu leyst. Erlent 24.9.2011 21:15
Harðir bardagar í Sirte Hersveitir uppreisnarmanna í Líbíu eru nú komnar í miðborg Sirte og hafa að minnsta kosti tveir hermenn úr þeirra röðum fallið í hörðum bardögum sem hafa geisað í dag. Erlent 24.9.2011 16:52
Gera myndir eftir hugsunum Vísindamönnum tókst nýverið að búa til hreyfimyndir með því að fylgjast með heilastarfsemi fólks. Tæknin gæti í framtíðinni gert fólki mögulegt að fylgjast með hugsunum sjúklinga í dái, eða hlaða draumum sínum á netið í formi kvikmynda. Erlent 24.9.2011 16:00
Mótmæli í Jemen Að minnsta kosti sautján hafa látið lífið og yfir 60 eru særðir eftir mótmæli í Sanaa, höfuðborg Jemen, í nótt og í morgun. Erlent 24.9.2011 15:30
Tíunda hvert barn getið í glasi Aldrei hafa eins mörg dönsk börn verið getin með glasafrjóvgun líkt og á síðasta ári þegar níu prósent fæddra barna voru getin á þann hátt. Erlent 24.9.2011 15:00
Stungin af marglyttu Sundkappinn Diana Nyad var stungin af marglyttu aðeins eftir nokkra klukktíma í sinni þriðju tilraun að synda frá Kúbu til Flórída í Bandaríkjunum. Erlent 24.9.2011 13:31
Talinn hafa notað illa fengið fé í kosningabaráttu Nicolas Bazire, kaupsýslumaður og fyrrverandi stjórnmálamaður, var svaramaður þegar Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti kvæntist fyrirsætunni Cörlu Bruni fyrir þremur árum. Hann er nú grunaður um að hafa notað fé sem franska ríkið fékk fyrir sölu á kafbáti til Pakistans í baráttu Edouards Balladur fyrir forsetakosningarnar 1995. Erlent 24.9.2011 13:15
Líkir málflutningi við aðferðir Göbbels Áfrýjun bandarískrar skólastúlku sem hlaut dóm fyrir að myrða vinkonu sína á Ítalíu fyrir fjórum árum, var tekin fyrir í gær. Málið hefur vakið heimsathygli, en saksóknari líkir málflutningi lögmanns hennar við taktík áróðursmálaráðherra Hitlers. Erlent 24.9.2011 12:30
Pútín ætlar í forsetaframboð Vladimir Pútín ætlar að bjóða sig fram til forseta Rússlands á nýjan leik en Dmitry Medvedev núverandi forseti landsins mun gegna forystuhlutverki fyrir flokk sinn í komandi þingkosningum. Erlent 24.9.2011 11:42
Segir gömlu leiðina ekki lengur færa Palestínumenn fögnuðu ákaft þegar Mahmoud Abbas hafði lagt fram umsókn um fulla aðild Palestínuríkis að Sameinuðu þjóðunum. Fjöldi fólks hélt út á götur á Vesturbakkanum til að fagna ræðu forseta Palestínustjórnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fögnuður ríkti einnig víða í arabaríkjunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent 24.9.2011 11:30
Harmleikur í Lundúnum: Móðir og fimm börn brunnu inni Fjörutíu og eins árs gömul kona og fimm börn hennar létust í eldsvoða í norðvestur hluta Lundúna í nótt. Börnin sem létust voru á aldrinum tveggja til fjórtán ára. Erlent 24.9.2011 10:08
Ekki vitað hvar gervihnötturinn brotlenti Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA segja gervihnöttinn UARS, sem stefnt hefur á jörðina í nokkurn tíma, hafa brotlent í nótt. Þó er ekki vitað hvenær eða hvar. Erlent 24.9.2011 09:39
Ná samkomulagi um frið fyrir lok árs 2012 Fulltrúar Miðuaustarlandakvartettsins svokallaða, sem er skipaður af Sameinuðu þjóðunum, Evrópusambandinu, Bandaríkjunum og Rússlandi, og er leiddur af Tony Blair, lögðu á það áherslu í gær að Ísraelar og Palestínumenn færu aftur að samningaborðinu með sérstaka tímaáætlun með það að markmiði að ná samkomulagi um frið fyrir desember 2012. Erlent 24.9.2011 09:35
Kviðdómur valinn í málinu gegn lækni Michaels Dómari í máli ákæruvaldsins gegn Conrad Murray, sem var læknir poppkóngsins Michaels Jackson, valdi í dag kviðdómendur. Tvö ár voru liðin í júní síðastliðnum frá því að Jackson dó. Murray var svo ákærður fyrir manndráp af gáleysi í febrúar í fyrra en hann er grunaður um að hafa gefið Jackson ofskammt af svefnlyfjum. Erlent 23.9.2011 23:06
Moore hvetur fólk til að sniðganga Georgíu Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hvetur til þess að viðskiptatengslum við Georgíufylki í Bandaríkjunum verði slitið. Tilgangurinn yrði að mótmæla aftökunni á Troy Davis frá Savannah fyrr í vikunni. Davis var, sem kunnugt er dæmdur, fyrir um tuttugu árum síðan, en mikill vafi lék á sekt hans. Erlent 23.9.2011 21:24
Páfinn hitti þolendur kynferðisofbeldis Benedikt XVI páfi hitti þolendur kynferðisbrota af hálfu presta í Þýskalandi í dag og sýndi þeim samhug sinn, segir í tilkynningu frá Vatíkaninu. Samkvæmt frásögn AP fréttastofunnar stóð fundur páfa með fimm þolendum yfir í einn og hálfan klukkutíma. Erlent 23.9.2011 20:59
Fyrrverandi ritstjóri stefnir News Corp Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, hefur stefnt News Corp útgáfufélaginu, sem gaf blaðið út, fyrir að hafa hætt að greiða lögfræðikostnað hans. Coulson var handtekinn í júlí síðastliðnum grunaður um aðild að spillingu og símhlerunum. Hann var látinn laus gegn greiðslu tryggingargjalds. Coulson starfaði við almannatengsl hjá David Cameron, eftir að hann lét af starfi ritstjóra, en sagði upp því starfi í janúar vegna hlerunarmálsins. Erlent 23.9.2011 20:32
Samtölum Breiviks við geðlækna lokið Eftir ellefu ítarleg viðtöl við Anders Behring Breivik er samtölum réttargeðlækna við hann nú lokið. Geir Lippestad, verjandi hans segir samtölin hafa tekið mun lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Breivik hefur játað ábyrgð á hryðjuverkunum í Útey. Erlent 23.9.2011 19:57
Abbas óskaði eftir aðild að Sameinuðu þjóðunum Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, óskaði formlega eftir því að Palestina fengi aðild að Sameinuðu þjóðunum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Abbas var ákaft fagnað þegar að hann tilkynnti í ræðu á þinginu að hann hefði afhent Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, umsóknina. Erlent 23.9.2011 17:28
Fjármálaheimurinn berst í bökkum - trúa ekki G20 hópnum Fjármálamarkaðir í Evrópu eru enn í uppnámi þrátt fyrir yfirlýsingu G20 hópsins svokallaða, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims. Hópurinn brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Erlent 23.9.2011 15:11
Gervihnötturinn brotlendir líklegast á miðnætti Gervihnötturinn sem nú stefnir á jörðina mun að öllum líkindum brotlenda á miðnætti í nótt. Sérfræðingar NASA geta á þessari stundu ekki sagt til um hvar mun falla til jarðar. Erlent 23.9.2011 13:12
Saleh snýr aftur og vill vopnahlé Forseti Jemens, sem snéri óvænt aftur til heimalands síns í morgun, vill koma á vopnahléi á milli mótmælenda og hersins. Saleh hefur síðustu þrjá mánuði verið í Sádí Arabíu að ná sér eftir að reynt var að ráða hann af dögum með eldflaugaárás. Saleh, sem verið hefur við völd í þrjátíu ár hefur, mætt mikilli mótmælaöldu í landinu síðustu mánuði. Upp á síðkastið hafa átök mótmælenda og stjórnarhermanna færst mikið í vöxt og er talið að um áttatíu manns hafi fallið frá því á sunnudag. Heimildir BBC herma að hinir látnu hafi flestir verið óvopnaðir mótmælendur. Erlent 23.9.2011 13:02
Efnavopn finnast í Líbíu Uppreisnarmenn í Líbíu segjast hafa fundið birgðir efnavopna í eyðimörkinni sem Múammar Gaddafí fyrrverandi leiðtogi landsins hafi komið sér upp. Talið var að Líbíumenn hefðu eytt efnavopnabirgðum sínum árið 2004 en það var hluti af samningi sem Bretar gerðu við landið með það að markmiði að laga samskipti Líbíu og vesturlanda. Eftirlitsstofnanir hafa þó haldið því fram að Líbíumenn hafi haldið eftir tæpum tíu tonnum af sinnepsgasi og þær birgðir virðast nú vera komnar í ljós. Erlent 23.9.2011 12:28
Abbas sækir um aðild fyrir Palestínu í dag Forseti Palestínumanna mun í dag sækja um fulla aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum. Mahmoud Abbas ætlar að sækja um aðildina með því að senda formlegt bréf til Ban Ki Moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna stuttu áður en hann heldur ræðu á Allsherjarþinginu sem nú stendur yfir. Erlent 23.9.2011 12:23
Hélt sex konum í kynlífsánauð - ríkið bannaði fréttaflutning af málinu Rúmlega þrítugur slökkviliðsmaður frá Kína hefur verið handtekinn fyrir að hafa haldið sex konum í ánauð í kjallara húss síns. Þá myrti maðurinn tvær konur og gróf þær grunnri gröf í einu horni kjallarans. Erlent 23.9.2011 10:46
Eggert borgaði umboðsmanni 160 milljónir þegar Lucas Neill var keyptur Fyrrverandi umboðsmaður knattspyrnumanna, Peter Harrison, fer hörðum orðum um peningasukkið í enska fótboltanum í Daily Mail í morgun. Eggert Magnússon, þáverandi stjórnarformaður West Ham, borgaði Harrison rúmlega 160 milljónir króna í þóknun þegar Lucas Neill var keyptur til West Ham í janúar 2007. Erlent 23.9.2011 09:09
Afstæðiskenning Einsteins í hættu Vísindamenn telja sig hafa fundið efni sem fer hraðar en ljósið. Sé uppgötvunin rétt, er afstæðiskenning Alberts Einstein þar með fallin. Erlent 22.9.2011 23:38
Sutherland og Glover leiða saman hesta sína Stórleikarinn Kiefer Sutherland mun bráðlega sjást á ný í sjónvarpi í þáttum sem hafa fengið nafnið Touch. Eins og mörgum er kunnugt um sló Kiefer Sutherland rækilega í gegn í þáttunum 24 eftir að leikaraferill hans hafði verið í lægð um nokkra ára skeið. Lítið hefur spurst til leikarans frá því að sýningu á 24 lauk í fyrrai, þangað til að Fox sjónvarpsstöðin tilkynnti í gær að von væri á þáttunum í sýningu á sjónvarpsstöðinni. Erlent 22.9.2011 23:08
Bandaríkjamenn gengu út af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Fulltrúar Bandaríkjanna, Frakklands og fleiri vestrænna ríkja gengu af fundi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag eftir að forseti Íran réðst að Ísraelum í ræðu sinni á þinginu og kallaði hryðjuverkaárásirnar þann 11. september 2001 „ráðgátu" Erlent 22.9.2011 18:09