Erlent Mikil innspýting í brasilíska hagkerfið Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, kynnti í gær áform um umfangsmiklar efnahagslegar örvunaraðgerðir í landinu. Hyggst ríkisstjórn hennar verja jafngildi tæplega 8.000 milljarða íslenskra króna í fjárfestingar í innviðum landsins, svo sem í gatna- og járnbrautarkerfi. Erlent 16.8.2012 05:00 Fús til að veita Grikkjum frest Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, segist alveg til í að veita Grikkjum lengri frest til að ná fram ströngum sparnaði í ríkisútgjöldum. Frá þessu er skýrt í þýskum fjölmiðlum á Netinu. Erlent 16.8.2012 03:30 Ströng lög um tóbak staðfest Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að ströngustu lög heims um tóbakssölu standist stjórnarskrá landsins. Erlent 16.8.2012 02:30 Górillubræður himinlifandi að hittast á ný Það voru sannkölluð gleðistund í dýragarðinum í Wiltshire-sýslu í Bretlandi á dögunum þegar bræðurnir Kesho og Alf hittust í fyrsta skiptið í næstum því þrjú ár. Þeir knúsuðust eins og sönnum górillum sæmir. Erlent 15.8.2012 23:07 Samdi lag til stuðnings Pussy Riot Á föstudaginn mun dómari kveða upp dóm yfir stúlkunum í hljómsveitinni Pussy Riot en þær gætu átt yfir höfði sér sjö ára fangelsi verði þær fundnar sekar um að mótmæla í dómkirkjunni í Moskvu í febrúar á þessu ári. Erlent 15.8.2012 21:44 Svindlaði í Scrabble-móti - faldi auða skífu innanklæða Ungur þátttakandi í alþjóðlegru Scrabble-móti sem fer nú fram í Bandaríkjunum var vísað úr keppni eftir að dómarar urðu þess varir að hann faldi auða-skífu innanklæða. Á skífunum eru bókstafir og gefa þeir mismikið af stigum en í spilinu eru einnig nokkrar auðar skífur, sem gilda sem allir bókstafir. Erlent 15.8.2012 21:26 Maðurinn sem sá um yfirheyrslur yfir Breivik verið kallaður til Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Scjetne sem hvarf sporlaust í Noregi síðustu viku hefur engan árangur borið. Fjöldi sjálfboðaliða hefur aðstoðað lögreglu við leitina en einn helsti sérfræðingur landsins á sviði réttarsálfræði og yfirheyrslna hefur verið kallaður til. Erlent 15.8.2012 19:13 Bill Gates leitar að framúrstefnulegum klósettum Klósett sem notar örbylgjur til að breyta kúk í rafmagn, klósett sem breytir hægðum í kol og klósett sem er sólarorkuknúið voru meðal númera á hönnunarsýningu sem Bill og Melinda Gates stóðu fyrir í því skyni að bæta hreinlæti í heiminum. Erlent 15.8.2012 17:05 Segja sýrlensk stjórnvöld bera ábyrgð á blóðbaðinu í Houla Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sýrlensk stjórnvöld beri ábyrgð á blóðbaðinu í Houla fyrr í sumar. Fréttavefur BBC greinir frá því að rannsakendur hafi rætt við yfir 700 manns, meðal annars hermenn sem hafa flúið land og óbreytta borgara. Erlent 15.8.2012 16:08 Sprengjuárás í höfuðborg Sýrlands Mikil sprenging varð í höfuðborg Sýrlands, Damaskus, í dag. Sprengjuárásin var nærri hóteli sem hefur verið notað að undanförnu af starfsmönnum Sameinuðu Þjóðanna. Erlent 15.8.2012 14:19 „Sænska leiðin“ hefur ekki skilað árangri Tilraun sænskra stjórnvalda til að stemma stigu við vændi með því að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð hefur ekki skilað tilætluðum árangri, hvorki í baráttu gegn mansali né gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á ráðstefnu í Washington í síðasta mánuði. Erlent 15.8.2012 10:30 Ástralska ríkið hafði betur gegn tóbaksframleiðendum Hæstiréttur í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög sem nýlega voru sett þar í landi um merkingar á tóbakspakkningum standist stjórnarskrá. Samkvæmt nýju lögunum má ekki selja sígarettu öðruvísi en í ólífulituðum pakkningum með viðvörunum um skaðsemi reykinga. Hefðbundnar pakkningar sígarettuframleiðendanna verða bannaðar. Helstu tóbaksframleiðendur í heimi létu reyna á þessi lög fyrir dómstólum en lutu í lægra haldi fyrir ástralska ríkinu. Nýju lögin munu því taka gildi 1. desember næstkomandi. Erlent 15.8.2012 08:42 Grunaðir um að kaupa þjónustu ólögráða vændiskonu Frönsku knattspyrnumennirnir Franck Ribery og Karim Benzema hafa verið ákærðir fyrir að kaupa þjónustu vændiskonu sem var undir lögaldri. Mennirnir áttu báðir að leika fyrir franska landsliðið gegn Úrúgvæ í dag. Þeir hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni í tvö ár, en báðir neita þeir ásökununum. Vændiskonan sem þeir voru í viðskiptum við segir að hvorugur þeirra hafi vitað að hún hafi einungis verið sextán ára þegar þeir voru í samskiptum við hana. Erlent 15.8.2012 08:17 Auglýsa eftir sjálfsmorðsárásarmönnum á Netinu Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda óska eftir fólki til að gera sjálfsmorðsárás í atvinnuauglýsingu sem birt er á lokuðu svæði á veraldarvefnum. Á vefnum The Times of Israel er fjallað um málið. Þar segir að í auglýsingunni sé óskað eftir andlega þroskuðum múslimum sem geti helgað sig verkefninu, eins og það er orðað. Vefsíðan sem auglýsingin er birt á heitir Sjumuk al-islam og er sagt eitt helsta málgagn Al Qaeda á Netinu. Erlent 15.8.2012 08:06 Verður ekki framseldur Níræður karlmaður að nafni Charles Zentai vann í gær mál gegn áströlskum stjórnvöldum sem hugðust framselja hann til Ungverjalands. Hann er grunaður um stríðsglæpi með því að hafa starfað fyrir Nasista í Seinni heimsstyrjöld og að hafa pyntað og myrt ungling í Budapest, höfuðborg Ungverjalands árið 1944. Hæstiréttur í Ástralíu komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það hefðu ekki verið til nein lagaákvæði um stríðsglæpi árið 1944 og því bæri stjórnvöldum ekki að framselja hann. Maðurinn neitar öllum sökum sem bornar eru á hann. Erlent 15.8.2012 07:51 Norðmenn vilja Stoltenberg áfram Meirihluti almennings í Noregi vill ekki að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, segi af sér embætti, þrátt fyrir að stjórnvöld í landinu hafi beðið mikinn álitshnekki eftir að sannleiksskýrsla um fjöldamorðin í Osló og Útey kom út í fyrradag. Erlent 15.8.2012 07:11 Segir stjórnina í Sýrlandi að falli komna „Stjórnin er að falli komin, bæði siðferðislega og efnahagslega, fyrir utan þá bresti sem komnir eru í herinn,“ sagði Riad Hijab, fyrrverandi forsætisráðherra Sýrlands, á blaðamannafundi í Jórdaníu í gær. Erlent 15.8.2012 03:00 Margir lausir endar við réttarhöldin vekja grunsemdir „Þetta hljómar eins og saga úr ævintýri. Smáatriðin í málinu eru afar lítt trúverðug,“ segir He Weifang, lagaprófessor við Pekingháskóla. Erlent 15.8.2012 00:00 Fíkniefnaverksmiðja neðanjarðar Ítalska lögreglan gerði 340 kíló af kannabis upptæk á yfirgefinni neðanjarðarlestarstöð í borginni Róm í dag. Stöðin var byggð á fjórða áratug síðustu aldar af einræðisherranum Mussolini. Erlent 14.8.2012 21:35 Breskir hermenn tengdir við morð á vændiskonu Bresk yfirvöld aðstoða nú yfirvöld í Kenýa við morðrannsókn á tuttugu og eins árs kenýskri stúlku. Talið er að breskir hermenn beri ábyrgð á dauða hennar. Erlent 14.8.2012 20:47 Fundu 5 kíló af fíkniefnum við leitina að Sigrid Þótt leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Schjetne í Osló hafi ekki skilað tilætluðum árangri, hefur hún ekki verið til einskis. Sigrid hefur verið saknað frá því aðfararnótt sunnudagsins í síðustu viku. Við leit að henni fundust fimm kíló af fíkniefnum sem eru tugmilljónavirði, að því er segir í norska blaðinu VG. Erlent 14.8.2012 15:53 Breski herinn verður lengi að jafna sig eftir Ólympíuleikana Það mun taka breska herinn um tvö ár að jafna sig eftir Ólympíuleikana í London. Um 18.000 hermenn voru fluttir fá stöðvum sínum og til Lundúna, sumir með stuttum fyrirvara. Erlent 14.8.2012 15:45 Ólympíuleikarnir voru stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna Ólympíuleikarnir í London voru stærsti sjónvarpsviðburður í Bandaríkjunum frá upphafi. Yfir 219 milljón bandarískir áhorfendur fylgdust með leikunum. Erlent 14.8.2012 13:24 Assange bíður eftir svari Rafael Correa, forseti Ekvador, ætlar að tilkynna það fljótlega hvort hann muni veita Julian Assange pólitískt hæli. Correa sagði við ríkisfjölmiðla í landinu að það þyrfti að skoða mörg lagaleg álitamál áður en ákvörðun yrði tekin. Assange flúði í sendiráð Ekvadors í Lundúnum þann 19. júní síðastliðinn. Það gerði hann til að forðast það að verða framseldur til Svíþjóðar þar sem hann er eftirlýstur vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Erlent 14.8.2012 09:27 Risasnákur fannst í Flórída Stærsti búrmasnákur sem fundist hefur í Flórída fannst nýlega í Everglades þjóðgarðinum, segja vísindamenn í samtali við BBC fréttastöðina. Snákurinn er 5,18 metrar að lengd og vegur 74 kíló. Í snáknum fundust 87 egg, sem einnig er talið vera met. Búrmasnákar eru orðnir nokkuð algengir í Everglades þjóðgarðinum en þeim er kennt um að spendýrum í garðinum hefur fækkað þar að undanförnu. Snákurinn sem fannst var dauður og verður krufinn til að hægt verði að rannsaka á hverju hann nærist. Erlent 14.8.2012 08:35 Stór skjálfti við Rússland Jarðskjálfti sem mældist 7,7 stig varð við rússnesku eyjuna Sakhalin um eittleytið að staðartíma í nótt. Enginn lést í skjálftanum, að því er rússnesk yfirvöld greina frá. Upptök skjálftans voru á 373 mílna, eða um 600 kílómetra, dýpi. Almannavarnaráðuneyti Rússlands segir að enginn hætta sé á flóðbylgju og að litlar líkur séu á eftirskjálftum. Skjálftinn fannst á norðurhluta Japan, en þar í landi búast menn heldur ekki við að nein flóðbylgja verði. Erlent 14.8.2012 08:30 Bandarískir svindlarar í áratugalöng fangelsi Tveir bandarískir karlmenn hlutu í gær áratugalanga fangelsisdóma fyrir umfangsmikinn fjárdrátt á árunum 2006-2011. Mennirnir drógu sér því sem nemur sex milljörðum króna og fór svindlið fram í sex fylkjum í Bandaríkjunum. Annar mannanna var dæmdur í 27 ára fangelsi en hinn í 22 ára fangelsi. Mennirnir eru helstu forsprakkar stórs glæpahrings sem stóð að svindlinu, sem fólst meðal annars í því að starfsmenn banka komust yfir persónuupplýsingar viðskiptavina bankans og nýttu þær til að draga sér fé. Alls hafa 27 manns í glæpahringnum verið dæmdir eða játað sekt. Erlent 14.8.2012 08:11 Stofnandi Cosmopolitan látin Helen Gurley Brown, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Cosmopolitan og höfundur metsölubókarinnar Sex and the Single Girl, lést í gær. Brown skrifaði bókina árið 1962 og með henni vildi hún sýna fram á að konur gætu átt eigin starfsframa og um leið hamingjusamt hjónaband og gott kynlíf, en þetta þótti nokkuð framandi hugmynd á þeim tíma. Brown ritstýrði Cosmopolitan í meira en þrjá áratugi. Hún var níræð þegar hún lést. Erlent 14.8.2012 08:01 Norskt dagblað vill Stoltenberg burt Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ætti að segja af sér embætti vegna sannleiksskýrslunnar um hryðjuverkin í Noregi í fyrra, að mati leiðarahöfundar norska blaðsins Verdens Gang. Erlent 14.8.2012 07:00 Vilja banna nýnasistaflokkinn í Þýskalandi Komin er upp hávær krafa í Þýskalandi um að nýnasistaflokkurinn, NPD, verði bannaður með lögum þar í landi. Á vef danska ríkisútvarpsins segir að fjórir ríkisstjórar í Þýskalandi hafi að undanförnu farið fram á að flokkurinn verði bannaður og krefjast þess að bæði þýskir ráðherrar og þingmenn láti málið til sín taka. Torsten Albig, ríkisstjóri í Schleswig-Holsten, segir að flokkurinn berjist gegn gildum samfélagsins og við það sé ekki hægt að una. Erlent 14.8.2012 06:34 « ‹ ›
Mikil innspýting í brasilíska hagkerfið Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, kynnti í gær áform um umfangsmiklar efnahagslegar örvunaraðgerðir í landinu. Hyggst ríkisstjórn hennar verja jafngildi tæplega 8.000 milljarða íslenskra króna í fjárfestingar í innviðum landsins, svo sem í gatna- og járnbrautarkerfi. Erlent 16.8.2012 05:00
Fús til að veita Grikkjum frest Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, segist alveg til í að veita Grikkjum lengri frest til að ná fram ströngum sparnaði í ríkisútgjöldum. Frá þessu er skýrt í þýskum fjölmiðlum á Netinu. Erlent 16.8.2012 03:30
Ströng lög um tóbak staðfest Hæstiréttur Ástralíu hefur staðfest að ströngustu lög heims um tóbakssölu standist stjórnarskrá landsins. Erlent 16.8.2012 02:30
Górillubræður himinlifandi að hittast á ný Það voru sannkölluð gleðistund í dýragarðinum í Wiltshire-sýslu í Bretlandi á dögunum þegar bræðurnir Kesho og Alf hittust í fyrsta skiptið í næstum því þrjú ár. Þeir knúsuðust eins og sönnum górillum sæmir. Erlent 15.8.2012 23:07
Samdi lag til stuðnings Pussy Riot Á föstudaginn mun dómari kveða upp dóm yfir stúlkunum í hljómsveitinni Pussy Riot en þær gætu átt yfir höfði sér sjö ára fangelsi verði þær fundnar sekar um að mótmæla í dómkirkjunni í Moskvu í febrúar á þessu ári. Erlent 15.8.2012 21:44
Svindlaði í Scrabble-móti - faldi auða skífu innanklæða Ungur þátttakandi í alþjóðlegru Scrabble-móti sem fer nú fram í Bandaríkjunum var vísað úr keppni eftir að dómarar urðu þess varir að hann faldi auða-skífu innanklæða. Á skífunum eru bókstafir og gefa þeir mismikið af stigum en í spilinu eru einnig nokkrar auðar skífur, sem gilda sem allir bókstafir. Erlent 15.8.2012 21:26
Maðurinn sem sá um yfirheyrslur yfir Breivik verið kallaður til Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Scjetne sem hvarf sporlaust í Noregi síðustu viku hefur engan árangur borið. Fjöldi sjálfboðaliða hefur aðstoðað lögreglu við leitina en einn helsti sérfræðingur landsins á sviði réttarsálfræði og yfirheyrslna hefur verið kallaður til. Erlent 15.8.2012 19:13
Bill Gates leitar að framúrstefnulegum klósettum Klósett sem notar örbylgjur til að breyta kúk í rafmagn, klósett sem breytir hægðum í kol og klósett sem er sólarorkuknúið voru meðal númera á hönnunarsýningu sem Bill og Melinda Gates stóðu fyrir í því skyni að bæta hreinlæti í heiminum. Erlent 15.8.2012 17:05
Segja sýrlensk stjórnvöld bera ábyrgð á blóðbaðinu í Houla Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sýrlensk stjórnvöld beri ábyrgð á blóðbaðinu í Houla fyrr í sumar. Fréttavefur BBC greinir frá því að rannsakendur hafi rætt við yfir 700 manns, meðal annars hermenn sem hafa flúið land og óbreytta borgara. Erlent 15.8.2012 16:08
Sprengjuárás í höfuðborg Sýrlands Mikil sprenging varð í höfuðborg Sýrlands, Damaskus, í dag. Sprengjuárásin var nærri hóteli sem hefur verið notað að undanförnu af starfsmönnum Sameinuðu Þjóðanna. Erlent 15.8.2012 14:19
„Sænska leiðin“ hefur ekki skilað árangri Tilraun sænskra stjórnvalda til að stemma stigu við vændi með því að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð hefur ekki skilað tilætluðum árangri, hvorki í baráttu gegn mansali né gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á ráðstefnu í Washington í síðasta mánuði. Erlent 15.8.2012 10:30
Ástralska ríkið hafði betur gegn tóbaksframleiðendum Hæstiréttur í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög sem nýlega voru sett þar í landi um merkingar á tóbakspakkningum standist stjórnarskrá. Samkvæmt nýju lögunum má ekki selja sígarettu öðruvísi en í ólífulituðum pakkningum með viðvörunum um skaðsemi reykinga. Hefðbundnar pakkningar sígarettuframleiðendanna verða bannaðar. Helstu tóbaksframleiðendur í heimi létu reyna á þessi lög fyrir dómstólum en lutu í lægra haldi fyrir ástralska ríkinu. Nýju lögin munu því taka gildi 1. desember næstkomandi. Erlent 15.8.2012 08:42
Grunaðir um að kaupa þjónustu ólögráða vændiskonu Frönsku knattspyrnumennirnir Franck Ribery og Karim Benzema hafa verið ákærðir fyrir að kaupa þjónustu vændiskonu sem var undir lögaldri. Mennirnir áttu báðir að leika fyrir franska landsliðið gegn Úrúgvæ í dag. Þeir hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni í tvö ár, en báðir neita þeir ásökununum. Vændiskonan sem þeir voru í viðskiptum við segir að hvorugur þeirra hafi vitað að hún hafi einungis verið sextán ára þegar þeir voru í samskiptum við hana. Erlent 15.8.2012 08:17
Auglýsa eftir sjálfsmorðsárásarmönnum á Netinu Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda óska eftir fólki til að gera sjálfsmorðsárás í atvinnuauglýsingu sem birt er á lokuðu svæði á veraldarvefnum. Á vefnum The Times of Israel er fjallað um málið. Þar segir að í auglýsingunni sé óskað eftir andlega þroskuðum múslimum sem geti helgað sig verkefninu, eins og það er orðað. Vefsíðan sem auglýsingin er birt á heitir Sjumuk al-islam og er sagt eitt helsta málgagn Al Qaeda á Netinu. Erlent 15.8.2012 08:06
Verður ekki framseldur Níræður karlmaður að nafni Charles Zentai vann í gær mál gegn áströlskum stjórnvöldum sem hugðust framselja hann til Ungverjalands. Hann er grunaður um stríðsglæpi með því að hafa starfað fyrir Nasista í Seinni heimsstyrjöld og að hafa pyntað og myrt ungling í Budapest, höfuðborg Ungverjalands árið 1944. Hæstiréttur í Ástralíu komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það hefðu ekki verið til nein lagaákvæði um stríðsglæpi árið 1944 og því bæri stjórnvöldum ekki að framselja hann. Maðurinn neitar öllum sökum sem bornar eru á hann. Erlent 15.8.2012 07:51
Norðmenn vilja Stoltenberg áfram Meirihluti almennings í Noregi vill ekki að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra landsins, segi af sér embætti, þrátt fyrir að stjórnvöld í landinu hafi beðið mikinn álitshnekki eftir að sannleiksskýrsla um fjöldamorðin í Osló og Útey kom út í fyrradag. Erlent 15.8.2012 07:11
Segir stjórnina í Sýrlandi að falli komna „Stjórnin er að falli komin, bæði siðferðislega og efnahagslega, fyrir utan þá bresti sem komnir eru í herinn,“ sagði Riad Hijab, fyrrverandi forsætisráðherra Sýrlands, á blaðamannafundi í Jórdaníu í gær. Erlent 15.8.2012 03:00
Margir lausir endar við réttarhöldin vekja grunsemdir „Þetta hljómar eins og saga úr ævintýri. Smáatriðin í málinu eru afar lítt trúverðug,“ segir He Weifang, lagaprófessor við Pekingháskóla. Erlent 15.8.2012 00:00
Fíkniefnaverksmiðja neðanjarðar Ítalska lögreglan gerði 340 kíló af kannabis upptæk á yfirgefinni neðanjarðarlestarstöð í borginni Róm í dag. Stöðin var byggð á fjórða áratug síðustu aldar af einræðisherranum Mussolini. Erlent 14.8.2012 21:35
Breskir hermenn tengdir við morð á vændiskonu Bresk yfirvöld aðstoða nú yfirvöld í Kenýa við morðrannsókn á tuttugu og eins árs kenýskri stúlku. Talið er að breskir hermenn beri ábyrgð á dauða hennar. Erlent 14.8.2012 20:47
Fundu 5 kíló af fíkniefnum við leitina að Sigrid Þótt leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Schjetne í Osló hafi ekki skilað tilætluðum árangri, hefur hún ekki verið til einskis. Sigrid hefur verið saknað frá því aðfararnótt sunnudagsins í síðustu viku. Við leit að henni fundust fimm kíló af fíkniefnum sem eru tugmilljónavirði, að því er segir í norska blaðinu VG. Erlent 14.8.2012 15:53
Breski herinn verður lengi að jafna sig eftir Ólympíuleikana Það mun taka breska herinn um tvö ár að jafna sig eftir Ólympíuleikana í London. Um 18.000 hermenn voru fluttir fá stöðvum sínum og til Lundúna, sumir með stuttum fyrirvara. Erlent 14.8.2012 15:45
Ólympíuleikarnir voru stærsti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna Ólympíuleikarnir í London voru stærsti sjónvarpsviðburður í Bandaríkjunum frá upphafi. Yfir 219 milljón bandarískir áhorfendur fylgdust með leikunum. Erlent 14.8.2012 13:24
Assange bíður eftir svari Rafael Correa, forseti Ekvador, ætlar að tilkynna það fljótlega hvort hann muni veita Julian Assange pólitískt hæli. Correa sagði við ríkisfjölmiðla í landinu að það þyrfti að skoða mörg lagaleg álitamál áður en ákvörðun yrði tekin. Assange flúði í sendiráð Ekvadors í Lundúnum þann 19. júní síðastliðinn. Það gerði hann til að forðast það að verða framseldur til Svíþjóðar þar sem hann er eftirlýstur vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Erlent 14.8.2012 09:27
Risasnákur fannst í Flórída Stærsti búrmasnákur sem fundist hefur í Flórída fannst nýlega í Everglades þjóðgarðinum, segja vísindamenn í samtali við BBC fréttastöðina. Snákurinn er 5,18 metrar að lengd og vegur 74 kíló. Í snáknum fundust 87 egg, sem einnig er talið vera met. Búrmasnákar eru orðnir nokkuð algengir í Everglades þjóðgarðinum en þeim er kennt um að spendýrum í garðinum hefur fækkað þar að undanförnu. Snákurinn sem fannst var dauður og verður krufinn til að hægt verði að rannsaka á hverju hann nærist. Erlent 14.8.2012 08:35
Stór skjálfti við Rússland Jarðskjálfti sem mældist 7,7 stig varð við rússnesku eyjuna Sakhalin um eittleytið að staðartíma í nótt. Enginn lést í skjálftanum, að því er rússnesk yfirvöld greina frá. Upptök skjálftans voru á 373 mílna, eða um 600 kílómetra, dýpi. Almannavarnaráðuneyti Rússlands segir að enginn hætta sé á flóðbylgju og að litlar líkur séu á eftirskjálftum. Skjálftinn fannst á norðurhluta Japan, en þar í landi búast menn heldur ekki við að nein flóðbylgja verði. Erlent 14.8.2012 08:30
Bandarískir svindlarar í áratugalöng fangelsi Tveir bandarískir karlmenn hlutu í gær áratugalanga fangelsisdóma fyrir umfangsmikinn fjárdrátt á árunum 2006-2011. Mennirnir drógu sér því sem nemur sex milljörðum króna og fór svindlið fram í sex fylkjum í Bandaríkjunum. Annar mannanna var dæmdur í 27 ára fangelsi en hinn í 22 ára fangelsi. Mennirnir eru helstu forsprakkar stórs glæpahrings sem stóð að svindlinu, sem fólst meðal annars í því að starfsmenn banka komust yfir persónuupplýsingar viðskiptavina bankans og nýttu þær til að draga sér fé. Alls hafa 27 manns í glæpahringnum verið dæmdir eða játað sekt. Erlent 14.8.2012 08:11
Stofnandi Cosmopolitan látin Helen Gurley Brown, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Cosmopolitan og höfundur metsölubókarinnar Sex and the Single Girl, lést í gær. Brown skrifaði bókina árið 1962 og með henni vildi hún sýna fram á að konur gætu átt eigin starfsframa og um leið hamingjusamt hjónaband og gott kynlíf, en þetta þótti nokkuð framandi hugmynd á þeim tíma. Brown ritstýrði Cosmopolitan í meira en þrjá áratugi. Hún var níræð þegar hún lést. Erlent 14.8.2012 08:01
Norskt dagblað vill Stoltenberg burt Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ætti að segja af sér embætti vegna sannleiksskýrslunnar um hryðjuverkin í Noregi í fyrra, að mati leiðarahöfundar norska blaðsins Verdens Gang. Erlent 14.8.2012 07:00
Vilja banna nýnasistaflokkinn í Þýskalandi Komin er upp hávær krafa í Þýskalandi um að nýnasistaflokkurinn, NPD, verði bannaður með lögum þar í landi. Á vef danska ríkisútvarpsins segir að fjórir ríkisstjórar í Þýskalandi hafi að undanförnu farið fram á að flokkurinn verði bannaður og krefjast þess að bæði þýskir ráðherrar og þingmenn láti málið til sín taka. Torsten Albig, ríkisstjóri í Schleswig-Holsten, segir að flokkurinn berjist gegn gildum samfélagsins og við það sé ekki hægt að una. Erlent 14.8.2012 06:34