Erlent

Telur verkið nánast ómögulegt

Sýrlenski herinn varpaði í gær sprengjum á bæinn al Bab, sem er skammt frá tyrknesku landamærunum. Árásirnar kostuðu að minnsta kosti 19 manns lífið. Átökin í landinu hafa kostað meira en 23 þúsund manns lífið frá því þau hófust snemma á síðasta ári.

Erlent

Harry grínast með sundlaugarpartíið

Harry Bretaprins tekur sjálfan sig augljóslega ekki of hátíðlega því þegar hann kom í dag fram opinberlega í fyrsta sinn síðan myndir af honum berum í sundlaugarpartíi í Las Vegas fóru eins og eldur í sinu um fjölmiðla heimsins gerði hann grín að uppátækinu.

Erlent

Skógareldar við Los Angeles

Slökkviliðsmenn í Los Angeles í Bandaríkjunum berjast nú við mikla skógarelda sem blossuðu upp í gær. Rúmlega 1.600 hektara svæði hefur orðið eldi að bráð en slökkviliðsmönnum hefur aðeins tekist að hemja um fimm prósent eldanna.

Erlent

Facebook-morðingi í ársfangelsi

Fimmtán ára gamall piltur í Hollandi hefur verið dæmdur til eins árs betrunarvistar fyrir að hafa orðið 14 ára stúlku að bana. Aðdraganda morðsins má rekja til rifrildis á samskiptamiðlinum Facebook.

Erlent

Klettamyndanir á botni Eystrasaltsins - ekki geimskip

Fyrirbærið sem hafrannsóknarmenn fundu á botni Eystrasaltsins í maí árið 2011 hefur heillað marga. Sumir halda því fram að aldagamalt geimskip liggi þar á hafsbotni meðan aðrir telja hlutinn vera leynivopn nasista frá seinni heimsstyrjöld. Hluturinn, sem er disklaga, er á stærð við Boeing 747 breiðþotu.

Erlent

Lést í sjóslysi á leið frá Íslandi

Tæplega sjötugur karlmaður lést eftir að hann féll af skútu sinni vestur af strönd Nýfundnalands á laugardag. Maðurinn, sem var skurðlæknir og prófessor við Harvard háskóla, var á siglingu frá Íslandi til Bandaríkjanna þegar slysið varð, að því er fram kemur á vef CBC fréttastofunnar. Stormur og mikill öldugangur var þegar slysið varð. Fjölskylda mannsins, sem hét Ned Cabot, segir að hann hafi verið vanur siglingamaður og hafi oft ferðast milli Norður Ameríku og Evrópu og hafi þekkt strendur Nýfundnalands og Labrador mjög vel.

Erlent

Russell Crowe bjargað af strandgæslunni

Strandgæsla Bandaríkjanna kom Íslandsvininum Russell Crowe til bjargar um helgina. Leikarinn var á kajaksiglingu ásamt félaga sínum við Long Island í New York þegar þeir villtust af leið.

Erlent

Átök harðna í Sýrlandi

Að koma á friði milli stríðandi fylkinga í Sýrlandi er gífurlega erfitt verkefni. Þetta segir Lakhdar Brahimi, nýr erindreki Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins í Sýrlandi. Hann heimsækir landið á næstu dögum mun þá reyna að miðla málum milli uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sýrlandi.

Erlent

Bruce Willis íhugar málshöfðun gegn Apple

Bandaríski stórleikarinn Bruce Willis íhugar nú að höfða mál á hendur tæknirisanum Apple og vefversluninni iTunes. Willis, sem er mikill tónlistarunnandi, krefst þess að hann fái að ánafna fjölskyldu sinni tónlistarsafni sínu þegar hann geispar loks golunni.

Erlent

Harry Bretaprins og súludansmeyjan í Las Vegas

Enn eru að berast fréttir úr hinni villtu veislu Harry Bretaprins á lúxushóteli í Las Vegas nýlega. Nú hefur rúmlega þrítug súludansmey stigið fram og segir að hún hafi eytt 15 til 20 mínutum með Harry í svefnherbergi hans á hótelinu.

Erlent

Sun Myung Moon er látinn

Sun Myung Moon leiðtogi Einingarkirkjunnar í Suður Kóreu er látinn 92 ára að aldri. Banamein hans var lungnabólga.

Erlent

Ekki verið að kjósa um aðskilnað ríkis og kirkju

Ekki er verið að kjósa um aðskilnað ríkis og kirkju í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, segir lögfræðimenntaður stjórnlagaráðsmaður. Ef meirihluti kjósenda vill ákvæði um þjóðkirkju úr stjórnarskrá, þýðir það einfaldlega að kirkjan missir stjórnarskrárvernd sína.

Erlent

Fá að snúa aftur heim

Um fjögur þúsund íbuar í bænum Marbella á Costa Del Sol, sem flúðu heimili sín vegna mikilla skógarelda í síðustu viku, hafa nú snúið aftur til síns heima. Slökkviliðsmenn náðu töku um á eldinum í gær en eldur logaði á tólf kílómetrasvæði. Miklir þurrkar hafa verið á svæðinu undanfarnar vikur og hefur hitinn verið gríðarlega. Um fjögur hundruð slökkviliðsmenn hafa barist við eldana með flugvélum og þyrlum síðustu vikur.

Erlent

Ákærurnar felldar niður

Saksóknarar í Suður-Afríku hafa fellt niður ákærur á hendur tvö hundruð og sjötíu námuverkamönnum í landinu. Mennirnir voru ákærðir á dögunum fyrir að bera ábyrgð á dauða þrjátíu og fjögurra samstarfsfélaga sinna sem lögreglan skaut til bana um miðjan mánuðinn.

Erlent

Það gerist varla krúttlegra - tvíburar slá í gegn á netinu

Þessi ellefu mánaða gömlu tvíburar eru aðeins of krúttlegir. Myndskeið af þeim dansa við gítarspila föður síns tröllríður nú internetinu. Yfir sjö milljónir hafa horft á þá á tæplega mánuði. Sjón er sögu ríkari, eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði.

Erlent

Engin mótmæli vegna Ísaks

Vegna fellibylsins Ísaks urðu mótmælin sem skipulögð voru fyrir utan landsþing Repúblikanaflokksins í Tampa í Flórída aldrei að veruleika. Á landsþingi Demókrataflokksins í Charlotte sem hefst í þessari viku er hins vegar búist við miklum mótmælum.

Erlent

Bílsprengja í Damaskus

Fimmtán létust þegar bílsprengja sprakk í nágrenni við palestínskar flóttamannabúðir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, seint í gærkvöldi. Nokkrir eru særðir eftir sprenginguna en hún olli miklum skemmdum á byggingum. Ríkisfréttastöð landsins segir vopnaða hryðjuverkamenn hafa verið að verki og vísar þar til andstæðinga Bashar Assad Sýrlandsforseta.

Erlent

Harður árekstur strætisvagna

Að minnsta kosti tuttugu og níu létust þegar tveir strætisvagnar skullu saman á þjóðvegi í norðausturhluta Nígeríu í gærkvöldi. Eldur kom upp í strætisvögnunum og brunnu margir farþeganna inni. Þjóðvegir í Nígeríu eru á meðal þeirra hættulegustu í heimi, samkvæmt alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni. Lögreglan rannsakar nú áreksturinn, en ekki hefur verið hægt að bera kennsl á alla þá látnu.

Erlent

Handtekin fjórum sinnum eftir að hafa hlustað á AC/DC

Bandarísk kona var handtekin fjórum sinnum á rúmlega sólarhring eftir að mikill hávaði barst frá íbúð hennar í bænum Epping í New Hampshire á dögunum. Það var ekki vegna partýhalda sem lögreglan var kölluð á heimili hennar heldur var konan, sem heitir Joyce Coffey, að hlusta á lagið Highway To Hell með hljómsveitinni AC/DC í öll skiptin. Eftir þrjár heimsóknir handtók lögreglan hana en sleppti henni fljótlega. Stuttu síðar barst tilkynning um að nú væru lög með hljómsveitinni Guns N' Roses byrjuð að hljóma. Hún var svo handtekin eftir að frændi hennar reyndi að nálgast eigur sínar í íbúðinni en var laminn með pönnu í höfuðið. Hún var þá handtekin. Coffey ku hafa verið undir áhrifum áfengis. Dómari ráðlagði henni að nota heyrnatól næst þegar hún hlustaði á rokkið. Málið hennar verður tekið fyrir 15. október næstkomandi.

Erlent