Erlent

Romney safnaði milljónum dollara

Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana vestanhafs, safnaði milljónum dollara á tveimur fjáröflunarsamkomum í Kaliforníu í gær til að fjármagna síðustu vikur kosningabarátunnar. 650 stuðningsmenn borguðu á bilinu 1 þúsund til 25 þúsund dollara hver til að hlusta á Romney flytja 40 mínútna ræðu á Grand Del Mar hótelinu í Del Mar í Kaliforníu, skammt frá strandhýsi sem Romney á sjálfur á svæðinu.

Erlent

Handtekinn fyrir að látast vera flugmaður

Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið mann sem þóttist vera atvinnuflugmaður og hafði tekist að svíkja sér far um borð í flugstjórnunarklefa að minnsta kosti einu sinni með flugfélaginu Air Dolomiti sem er hluti af þýska flugfélaginu Lufthansa. Hann var stöðvaður á flugvellinum í Turin á Ítalíu klæddur í flugmannsbúning með fölsuð skilríki, þá hafði hann einnig stofnað facebook síðu undir fölsku nafni og var þar með gervi flugfreyjuvini. Hann mun hafa setið um borð í flugvél á leið frá Munchen til Turin í apríl síðastliðnum en lögregla rannsakar hvort hann hafi verið um borð í öðrum flugvélum. Hann hefur verið kærður fyrir að stofna flugöryggi í hættu og eftirlíkingu.

Erlent

Tína sveppi í stað þess að kjósa

Þingkosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag en tveir megin stjórnarandstöðuflokkar landsins hafa ákveðið að sniðganga kosningarnar og hvetja kjósendur til þess að mæta ekki á kjörstað heldur fara frekar að tína sveppi eða elda rauðrófusúpu.

Erlent

Margir telja kappræðurnar síðustu von Romney

Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana, þykir ekki sérlega sigurstranglegur nú þegar síðustu sex vikur kosningabaráttunnar fara í hönd. Sagt er að stór nöfn innan repúblikanaflokksins hafi nú þegar gefið upp alla von um að ná Hvíta húsinu aftur á sitt vald.

Erlent

Höfuðstöðvar uppreisnarmanna færðar til Sýrlands

Uppreisnarmennirnir í Frelsisher Sýrlands færðu nýverið höfuðstöðvar sínar frá Tyrklandi og yfir í Sýrland. Aðgerðin þykir sæta tíðindum enda hefur frelsisherinn sætt gagnrýni fyrir að stjórna uppreisninni utan frá og vera ekki í tengslum við raunveruleikann á vígvellinum.

Erlent

Oktoberfest er hafin

Oktoberbest í Munchen er hafin. Borgarstjórinn opnaði fyrstu bjórtunnuna og setti hátíðina fyrr í dag. Búist er við sex millljónum manna á hátíðina sem stendur yfirtil sjöunda október. Búist er við því að um 8 milljónir lítra af bjór verði teygaðir þangað til. Þess má geta að ein kolla af bjór, sem þjóverjinn kallar MASS tekur einn líter og kostar 10 evrur eða um sextánhundruð kall.

Erlent

Facebook eyðilagði afmælið

16 ára hollensk stelpa átti nokkuð eftirminnilegan afmælisdag í gær þegar óeirðir brutust út í heimabæ hennar, Haren, í norðurhluta Hollands. Stúlkan hafði efnt til afmælisveislu á samskiptamiðlinum Facebook, en boðin rötuðu víðar en til stóð.

Erlent

Bakveiki orsakast af genagalla

Bakverkir og sársauki í mjóbakinu virðist í mörgum tilfellum orsakast af erfðagalla. Breksir vísindamenn komust að því að svonefnt PARK2 gen orsakar bakvandamál þegar fólk eldist. Þetta kom fram í rannsókn sem náði til 4.600 manns og fjallað er um á fréttavef BBC.

Erlent

Facebook bregst við tilmælum Persónuverndar

Stjórnendur Facebook-samskiptavefsins hafa ákveðið að slökkva á tæki á síðunni sem ber kennsl á andlit á ljósmyndum á síðunni til að auðvelda fólki að merkja þær. Breska ríkisútvarpið,BBC fjallar um málið og segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir að Persónuvernd Írlands sendi samskiptavefnum tilmæli í fyrra. Breytingarnar munu ganga í gegn 15. október í Evrópu.

Erlent

Vilja ekki láta vígasveitir ráða

Um þrjátíu þúsund manns gengu fylktu liði um götur borgarinnar Bengasí í austanverðri Líbíu til að mótmæla hópum herskárra ofríkismanna, sem grunaðir eru um morð á sendiherra Bandaríkjanna í landinu í síðustu viku.

Erlent

Földu barnið í bílskúrnum

Fjögurra ára drengur fannst illa haldinn í bílskúr foreldra sinna. Alla ævi hafði hann varla komist út undir bert loft og kunni ekki einu sinni að leika sér.

Erlent

Vildi láta tígrísdýr drepa sig

Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í New York. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi með því að klifra yfir girðingu í dýragarðinum í Bronx og ganga í átt að hópi tígrisdýra sem þar var á vappi.

Erlent

Gíslataka í Bandaríkjunum

Jakkafataklæddur karlmaður hefur tekið eina manneskju í gíslingu í skrifstofuhúsnæði í Pittsburg í Bandaríkjunum. Samkvæmt fréttastofunni Sky News er maðurinn staddur á sextándu hæð, vopnaður byssu. Engum skotum hefur verið hleypt af.

Erlent

Refsiaðgerðir farnar að bíta

Mikil sprenging varð á bensínstöð í borginni Ain Issa í norðanverðu Sýrlandi í gær. Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið og tugir særðra manna voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús.

Erlent

Málað yfir krot í skjóli myrkurs

Hópur borgarstarfsmanna í Kaíró hófst handa í skjóli myrkurs við að mála yfir sögufrægt veggjakrot, sem einkenndi mótmælin á Tahrir-torgi í byrjun síðasta árs.

Erlent

Kínverjar vilja kaupa vopn

Wen Jibao, forsætisráðherra Kína, óskar eftir því að Evrópusambandið aflétti vopnasölubanni til Kína. Hann lagði nokkra áherslu á þetta á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Brussel í gær.

Erlent

Fékk popp-lunga og 900 milljónir

Bandaríkjamaðurinn og átvaglið Wayne Watson er sólginn í poppkorn. Svo hrifinn er hann af örbylgjupoppinu að hann hámaði í sig tvo pakka á dag, í tíu ár. Það jafngildir um það bil 7.300 skömmtum af poppkorni, það er ef Wayne fékk sér popp á tyllidögum, sem hann vafalaust gerði.

Erlent

Skipstjóri Titanic hafði fallið á skipstjórnarprófi

Edward John Smith, skipstjórinn á Titanic, féll á fyrsta skipstjórnarprófinu sem hann tók, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í dag og Daily Telegraph greinir frá. Hann reyndi síðan aftur við prófið og hlaut meistarapróf í febrúar 1888. Sem kunnugt er sökk Titanic í jómfrúarferð sinni árið 1912 eftir að skipið rakst á ísjaka.

Erlent

Wen Jiabao á sínum síðasta alþjóðlega toppfundi

Wen Jiabao forsætisráðherra Kína mun taka þátt í toppfundi Evrópusambandsins og Kína sem hefst í dag. Þetta verður síðasti alþjóðlegi fundurinn sem Jiabao situr en hann mun láta af störfum sem forsætisráðherra síðar í ár þegar boðuð valdaskipti í kínverska kommúnistaflokknum fara fram.

Erlent