Enski boltinn

Þéttur pakki í enska á morgun

Átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar verða í eldlínunni á morgun. Aðeins Manchester City og Blackburn leika ekki á morgun en þau lið eigast við á fimmtudaginn.

Enski boltinn

Ísraelskur miðjumaður til Bolton

Ísraelski miðjumaðurinn Tamir Cohen mun ganga til liðs við Bolton í janúar. Þessi 23 ára leikmaður hefur samþykkt þriggja og hálfs árs samning við Bolton og verða félagaskiptin opinber í byrjun árs 2008.

Enski boltinn

Manucho mun fá tíma

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, reiknar ekki með því að Manucho Goncalves muni strax ná að sýna sig og sanna á Old Trafford.

Enski boltinn

Elano er ekki á förum

Brasilíumaðurinn Elano hefur heldur betur slegið í gegn með Manchester City það sem af er leiktíðar. Nú er þegar farið að tala um að stærstu lið Evrópu vilji fá hann í sínar raðir.

Enski boltinn

Tottenham fær bakvörð frá Cardiff

Tottenham hefur staðfest að félagið hafi komist að samkomulagi um kaup á Chris Gunter í janúar. Gunter er átján ára bakvörður sem er í herbúðum Cardiff City í ensku 1. deildinni.

Enski boltinn

Speed á leið til Sheffield

Gary Speed er á förum frá Bolton og er á leið til Sheffield United í fyrstu deildinni. Þessi 38 ára leikmaður mun í fyrstu koma á stuttum lánssamningi en síðan ganga alfarið til liðs við Sheffield.

Enski boltinn

Ronaldo tryggði United sigur

Englandsmeistarar Manchester United unnu 2-1 sigur á heimavelli sínum gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Sigurmarkið kom á 88. mínútu leiksins úr vítaspyrnu en þá skoraði Cristiano Ronaldo sitt annað mark í leiknum.

Enski boltinn

Stjóri Cardiff fékk líflátshótanir

Dave Jones, knattspyrnustjóri 1. deildarliðsins Cardiff, segir í viðtali við News of the World segist hafa heyrt margt miður fallegt frá stuðningsmönnum liðsins að undanförnu en Cardiff gekk ansi illa um tíma.

Enski boltinn

Neville óttast stuðningsmenn

Sol Campbell vakti athygli á því í síðustu viku að munnsöfnuður áhorfenda í enska boltanum væri sífellt að aukast. Phil Neville, fyrirliði Everton, tekur í sama streng og gengur skrefinu lengra.

Enski boltinn

Ekkert óvænt á Emirates

Arsenal hefur verið með fádæma yfirburði gegn grönnum sínum í Tottenham á öldinni og á því varð engin breyting í dag þegar Arsenal vann 2-1 sigur í einvígi liðanna í dag.

Enski boltinn

Bilic orðaður við Fulham

Töffarinn Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Bilic stýrði liði Króata til sigurs í báðum viðureignum sínum við enska landsliðið í undankeppni EM.

Enski boltinn