Enski boltinn

Queiroz: Enginn betri en Ronaldo

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cristiano Ronaldo ásamt félaga sínum Michael Carrick í leiknum gegn Everton í dag.
Cristiano Ronaldo ásamt félaga sínum Michael Carrick í leiknum gegn Everton í dag.

Carlos Queiroz. aðstoðarstjóri Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé besti knattspyrnumaður heims í sínum augum. Ronaldo skoraði bæði mörk United í sigrinum á Everton í dag og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.

„Á mínum ferli hef ég unnið með leikmönnum eins og Zinedine Zidane, hinum brasilíska Ronaldo, Raul, Luis Figo og Roberto Carlos. Ég hef hinsvegar aldrei séð jafn hæfileikaríkan leikmann og Cristiano Ronaldo," sagði Queiroz í viðtali við News of the World.

„Aðalsmerki Ronaldo er hve skapandi leikmaður hann er. Hann er óhræddur við að reyna nýja hluti. Hann verður jafn stór stjarna í fótboltanum eins og Michael Jordan var í körfuboltanum. Báðir hafa þeir snilligáfu sem ekki hefur sést áður."

„Kaka var valinn besti knattspyrnumaður heims. Það eina sem Kaka hefur framyfir Ronaldo er Meistaradeildartitill. Ég hef fylgst vel með þessum leikmönnum og að mínu mati er Ronaldo mun stöðugri leikmaður en Kaka," sagði Queiroz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×