Enski boltinn

Neville óttast stuðningsmenn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Enski landsliðsmaðurinn Phil Neville segir hegðun áhorfenda sífellt fara versnandi.
Enski landsliðsmaðurinn Phil Neville segir hegðun áhorfenda sífellt fara versnandi.

Sol Campbell vakti athygli á því í síðustu viku að munnsöfnuður áhorfenda í enska boltanum væri sífellt að aukast. Phil Neville, fyrirliði Everton, tekur í sama streng og gengur skrefinu lengra. Hann segir það tímaspursmál hvenær áhorfandi muni ráðast á leikmann.

„Staðreyndin er sú að hegðun áhorfenda hefur versnað smátt og smátt síðustu tíu ár. Áhorfendur eiga auðvitað að láta að í sér heyra en þegar þeir eru farnir að hrópa og kalla ýmsa hluti um fjölskyldu þína þá er nóg komið," sagði Neville.

Neville opinberaði einnig þá skoðun sína að honum finnst skorta aga á yngstu leikmenn liðanna. „Þeir fá ótrúlega háar upphæðir borgaðar miðað við aldur en virðast ekki vera að vinna fyrir þeim," sagði Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×