Enski boltinn

Wenger mælir með Almunia

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manuel Almunia, markvörður Arsenal.
Manuel Almunia, markvörður Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mælir með því að Manuel Almunia verði valinn í enska landsliðið fái hann ríkisborgararétt á næsta ári.

Almunia gekk til liðs við Arsenal í júlí árið 2004 og getur sótt um breskan ríkisborgararétt á næsta ári.

„Það eina sem ég get gert er að mæla með því að enska landsliðið færi sér þetta í nyt og velji hann í landsliðshópinn,“ sagði Wenger.

Almunia hefur verið fastamaður í byrjunarliði Arsenal í haust og haldið Jens Lehmann úr liðinu. Á laugardaginn varði hann vítaspyrnu frá Robbie Keane í leik Arsenal og Tottenham. Tottenham hefði komist yfir hefði Keane skorað en Arsenal vann leikinn á endanum.

Hann hefur aldrei verið valinn í spænska landsliðið og á litla sem enga möguleika á því að skáka þeim Iker Casillas og Pepe Reina um stöðu þar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×