Enski boltinn

Chelsea sótti þrjú stig á Ewood Park

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cole er kominn með fimm mörk á tímabilinu.
Cole er kominn með fimm mörk á tímabilinu.

Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum.

Þrátt fyrir að hafa verið langt frá sínu besta þá náði Chelsea þremur stigum í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar fyrir jól. Liðið heimsótti Blackburn á Ewood Park og var það Joe Cole sem skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu.

Cole fékk sendingu frá Salomon Kalou og kláraði færið frábærlega. Hans fimmta mark á tímabilinu.

Í seinni hálfleik þurfti Petr Cech að fara meiddur af velli og í hans stað fór Hilario í mark Chelsea. Hann þurfti í eitt sinn að taka á honum stóra sínum og varði frábærlega.

Leikmenn Blackburn eru væntanlega súrir og svekktir með þessa niðurstöðu enda áttu þeir svo sannarlega ekki skilið að fara tómhentir úr leiknum.

Chelsea styrkti stöðu sína í þriðja sætinu, liðið er með 37 stig og er sex stigum á eftir toppliði Arsenal.

Næst verður leikið í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×