Enski boltinn

Ísraelskur miðjumaður til Bolton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gary Megson vonar að Tamir Cohen styrki lið Bolton sem er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Gary Megson vonar að Tamir Cohen styrki lið Bolton sem er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Ísraelski miðjumaðurinn Tamir Cohen mun ganga til liðs við Bolton í janúar. Þessi 23 ára leikmaður hefur samþykkt þriggja og hálfs árs samning við Bolton og verða félagaskiptin opinber í byrjun árs 2008.

Cohen leikur í dag með Maccabi Netanya og kaupir Bolton hann á lítinn pening. „Draumur minn er að rætast. Ég er ákveðinn í að þakka Gary Megson fyrir þá trú sem hann hefur á mér," sagði Cohen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×