„Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 14:01 Einar Karl Birgisson hefur ýmislegt við vinnubrögð stjórnar KKÍ að athuga. Ekki eru allir á eitt sáttir með ákvörðun stjórnar KKÍ að breyta útlendingareglunum í íslenska körfuboltanum. Formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar furðar sig á vinnubrögðum KKÍ. Á stjórnarfundi KKÍ á laugardaginn var sú breyting gerð að lið mega vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu í leikjum. Þeir mega allir vera inni á vellinum í einu. Lið mega tefla fram einum Bandaríkjamanni en opið er bæði fyrir Bosman A og B leikmenn. Tvær þingályktunartillögur um útlendingamál voru lagðar fram á þinginu. Annarri var hafnað en stjórn sambandsins var þess í stað falið að útfæra þingályktunartillögu um svokallaða 3+2 reglu. Samkvæmt henni hefðu tveir Íslendingar þurft að vera inni á vellinum hverju sinni. „Mér finnst skrítinn tónn í þeim tillögum miðað við þann skýra vilja á þinginu sem er nú æðsta vald körfuboltans. Í fyrsta lagi var þetta þingályktunartillaga og ábending til stjórnar en það er áhugavert að sjá hvernig menn unnu úr því,“ sagði Einar Karl Birgisson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi. Víðtækur stuðningur var við 3+2 þingályktunartillöguna á ársþinginu. Hún var samþykkt með 102 atkvæðum gegn 25 atkvæðum. „Mér finnst niðurstaðan skrítin miðað við hve víðtækur stuðningur var við þingályktunartillöguna sem var að vísu bara áskorun til stjórnar. Þetta kemur spánskt fyrir sjónir,“ sagði Einar Karl. „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus, að menn vildu fá stjórnina til að útfæra nýja reglu um erlenda leikmenn sem miðast við að hafa ekki fleiri en þrjá slíka inni á vellinum hverju sinni, en endar í því að þeir eru fjórir á skýrslu.“ Einar Karl segir þó að nýja reglan hafi breytingar í för með sér, sem takmarki fjölda erlendra leikmanna. „Ef það eru fjórir á gólfi hefðirðu alveg getað verið með átta útlendinga en bara spilað á fjórum. Vissulega er þetta fækkun á útlendingum. En ég vísa í þingályktunartillöguna og atkvæðagreiðsluna og það kemur manni spánskt fyrir sjónir hversu frábrugðin þessi tillaga er stóra meirihlutanum á þinginu sem er æðsta vald körfuknattleikshreyfingarinnar,“ sagði Einar Karl. „Stjórnin hefur sagt að hún telji sig hafa aukinn stuðning við þessa tillögu. Ef svo er verður maður að kyngja þessari niðurstöðu en það kemur manni spánskt fyrir sjónir að þetta sé niðurstaðan.“ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31 „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Á stjórnarfundi KKÍ á laugardaginn var sú breyting gerð að lið mega vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu í leikjum. Þeir mega allir vera inni á vellinum í einu. Lið mega tefla fram einum Bandaríkjamanni en opið er bæði fyrir Bosman A og B leikmenn. Tvær þingályktunartillögur um útlendingamál voru lagðar fram á þinginu. Annarri var hafnað en stjórn sambandsins var þess í stað falið að útfæra þingályktunartillögu um svokallaða 3+2 reglu. Samkvæmt henni hefðu tveir Íslendingar þurft að vera inni á vellinum hverju sinni. „Mér finnst skrítinn tónn í þeim tillögum miðað við þann skýra vilja á þinginu sem er nú æðsta vald körfuboltans. Í fyrsta lagi var þetta þingályktunartillaga og ábending til stjórnar en það er áhugavert að sjá hvernig menn unnu úr því,“ sagði Einar Karl Birgisson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi. Víðtækur stuðningur var við 3+2 þingályktunartillöguna á ársþinginu. Hún var samþykkt með 102 atkvæðum gegn 25 atkvæðum. „Mér finnst niðurstaðan skrítin miðað við hve víðtækur stuðningur var við þingályktunartillöguna sem var að vísu bara áskorun til stjórnar. Þetta kemur spánskt fyrir sjónir,“ sagði Einar Karl. „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus, að menn vildu fá stjórnina til að útfæra nýja reglu um erlenda leikmenn sem miðast við að hafa ekki fleiri en þrjá slíka inni á vellinum hverju sinni, en endar í því að þeir eru fjórir á skýrslu.“ Einar Karl segir þó að nýja reglan hafi breytingar í för með sér, sem takmarki fjölda erlendra leikmanna. „Ef það eru fjórir á gólfi hefðirðu alveg getað verið með átta útlendinga en bara spilað á fjórum. Vissulega er þetta fækkun á útlendingum. En ég vísa í þingályktunartillöguna og atkvæðagreiðsluna og það kemur manni spánskt fyrir sjónir hversu frábrugðin þessi tillaga er stóra meirihlutanum á þinginu sem er æðsta vald körfuknattleikshreyfingarinnar,“ sagði Einar Karl. „Stjórnin hefur sagt að hún telji sig hafa aukinn stuðning við þessa tillögu. Ef svo er verður maður að kyngja þessari niðurstöðu en það kemur manni spánskt fyrir sjónir að þetta sé niðurstaðan.“
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31 „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma. 13. maí 2025 07:31
„Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. 12. maí 2025 07:01