Enski boltinn

Poyet: Viljum ekki spila á öðrum degi jóla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gus Poyet, aðstoðarmaður Juande Ramos hjá Tottenham.
Gus Poyet, aðstoðarmaður Juande Ramos hjá Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Gus Poyet, aðstoðarknattspyrnustjóri Tottenham, segir að það sé vilji hans og annarra hjá félaginu að hætt verði að spila á öðrum degi jóla í ensku úrvalsdeildinni.

Hann vill að tekið verði vetrarhlé í deildinni eins og gert er víðast hvar í Evrópu.

„Ég veit að það er hefð að spila á öðrum degi jóla en við vildum helst hætta því," sagði Poyet.

„Það er erfitt að þurfa að æfa á jóladegi en við þurfum nauðsynlega að gera það. Margir okkar leikmanna eiga við meiðsli að stríða en við þurfum að geta stillt upp besta liðinu sem við eigum völ á."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×