Enski boltinn

Lewington vill taka við Fulham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nokkrir leikmenn Fulham hafa lýst því yfir að þeir vilji halda Lewington sem stjóra til frambúðar.
Nokkrir leikmenn Fulham hafa lýst því yfir að þeir vilji halda Lewington sem stjóra til frambúðar.

Ray Lewington, sem ráðinn var knattspyrnustjóri Fulham til bráðabirgða, hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að taka við stöðunni. Hann segist þó gera ráð fyrir að stjórn félagsins muni skoða aðra kosti á undan sér.

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu, var orðaður við stöðuna en hann hefur lýst því yfir að enginn möguleiki sé á því að hann taki að sér eitthvað starf fyrir Evrópumótið næsta sumar.

„Það myndi gleðja mig mikið ef mér yrði boðið þetta starf," sagði Lewington. „Ég mun gera mitt besta til að ná góðum úrslitum meðan ég er hér við stjórnvölinn og vonandi mun það duga til þess að ég sé í myndinni. Þetta er frábært félag og ég hef virkilega mikinn áhuga."

Lewington var knattspyrnustjóri Fulham 1986 - 1990 og hefur einnig tekið við liðinu tvívegis áður til bráðabirgða. Hann er nú í þjálfaraliði félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×