Enski boltinn

Speed á leið til Sheffield

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gary Speed á leið frá Bolton.
Gary Speed á leið frá Bolton.

Gary Speed er á förum frá Bolton og er á leið til Sheffield United í fyrstu deildinni. Þessi 38 ára leikmaður mun í fyrstu koma á stuttum lánssamningi en síðan ganga alfarið til liðs við Sheffield.

Reiknað er með að Speed leiki sinn fyrsta leik gegn Úlfunum á Nýársdag. Hann mun einnig taka sér stöðu í þjálfaraliði Sheffield United.

Sheffield United hyggst styrkja sig enn frekar í janúar en liðið er um miðja 1. deildina. Meðal annars verður reynt að kaupa Phil Bardsley frá Manchester United en hann er nú á lánssamningi hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×