Enski boltinn

Carlos: Capello velur Beckham sem fyrirliða

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fær David Beckham fyrirliðabandið aftur hjá enska landsliðinu? Roberto Carlos segist viss um það.
Fær David Beckham fyrirliðabandið aftur hjá enska landsliðinu? Roberto Carlos segist viss um það.

Brasilíumaðurinn Roberto Carlos segist handviss um að David Beckham verði fyrirliði enska landsliðsins undir stjórn Fabio Capello. Carlos lék með Beckham hjá Real Madrid þegar Capello var við stjórnvölinn.

„Ég er alveg hundrað prósent viss um að Capello velur Beckham sem fyrirliða. Það hafði ekkert með Capello að gera að Beckham fór til Los Angeles Galaxy," segir Carlos.

„Enska landsliðið mun þurfa á því að halda að ná hagstæðum úrslitum og Capello mun sjá til þess. Það verða samt engar flugeldasýningar, þetta verður 1-0, 1-0, 1-0. Liðið verður vel skipulagt og vinna sína leiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×