Enski boltinn

Chelsea bíður eftir niðurstöðum varðandi Cech

Elvar Geir Magnússon skrifar
Petr Cech meiddist á öxl í gær.
Petr Cech meiddist á öxl í gær.

Það kemur í ljós síðar í dag hve lengi tékkneski markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea verður frá vegna meiðsla. Hann fór meiddur af velli þegar Chelsea vann Blackburn naumlega í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Carlo Cudicini, varamarkvörður, verður frá í nokkra daga og því má Chelsea illa við því að missa Cech. Hilario, þriðji markvörður félagsins, fór í markið þegar Cech meiddist í gær en hann er eini meiðslalausi markvörður Chelsea.

Fyrirliðinn John Terry og sóknarmaðurinn Didier Drogba voru fyrir á meiðslalistanum og þá verða aðrir leikmenn Chelsea fjarverandi í næsta mánuði vegna Afríkumótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×