Enski boltinn

Stjóri Cardiff fékk líflátshótanir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dave Jones.
Dave Jones.

Dave Jones, knattspyrnustjóri 1. deildarliðsins Cardiff, segir í viðtali við News of the World segist hafa heyrt margt miður fallegt frá stuðningsmönnum liðsins að undanförnu en Cardiff gekk ansi illa um tíma.

„Ég hef fengið að heyra ýmislegt sem ég hef aldrei fengið að heyra áður. Mér var boðið til slagsmála og þá fékk ég líflátshótanir. Það er eitthvað sem maður bjóst nú ekki við að fá," sagði Jones.

Cardiff er aftur komið á skrið og hefur nú unnið fjóra leiki í röð svo Jones getur ekki búist við álíka köllum á næstunni.

„Ég hef fengið alvarleg skilaboð í gegnum símann. Ég veit ekki hvar þetta fólk fékk númerið mitt. Sumir segja kannski að þetta sé bara hluti af starfinu en ég verð að vera ósammála því. Þetta á ekkert skylt við fótbolta," sagði Jones.

„Þetta er auðvitað bara mjög lítill hluti stuðningsmanna sem hegðar sér svona. Langflestir eru hreint frábærir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×