Enski boltinn

Ákvörðun um Pienaar tekin í lok tímabils

Elvar Geir Magnússon skrifar
Pienaar braut klaufalega á Ryan Giggs á sunnudaginn og dæmd var vítaspyrna.
Pienaar braut klaufalega á Ryan Giggs á sunnudaginn og dæmd var vítaspyrna.

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, ætlar ekki að taka ákvörðun um framtíð Steven Pienaar fyrr en í lok tímabils.

Pienaar er á lánssamningi út leiktíðina frá þýska liðinu Borussia Dortmund.

Þessi Suður-Afríkumaður hefur leikið virkilega vel með Everton það sem af er tímabili og sjálfur sagst vilja vera áfram í herbúðum félagsins. Hann hefur leikið fimmtán leiki með liðinu í úrvalsdeildinni.

„Ég hef alltaf sagt að ákvörðun verði tekin í lok leiktíðar og stend við það," segir Moyes.

Pienaar gerði afdrifarík mistök í síðasta leik þegar hann braut klaufalega á Ryan Giggs, leikmanni Manchester United. Réttilega var dæmd vítaspyrna og úr henni var skorað sigurmarkið í leiknum.

„Ég neita því ekki að dómurinn var réttur. Ég neita því ekki að þetta réði úrslitum í leiknum. Ég neita því samt ekki heldur að Pienaar hefur verið frábær fyrir okkur og við verðum að horfa fram á veginn," sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×