Enski boltinn

Tottenham fær bakvörð frá Cardiff

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunter hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Wales.
Gunter hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Wales.

Tottenham hefur staðfest að félagið hafi komist að samkomulagi um kaup á Chris Gunter í janúar. Gunter er átján ára bakvörður sem er í herbúðum Cardiff City í ensku 1. deildinni.

Gunter vann sér inn sæti í liði Cardiff á síðasta tímabili og lék þrjá landsleiki fyrir Wales á þessu ári.

Gunter hefur leikið sem hægri bakvörður hjá Cardiff en getur einnig leikið sem vinstri bakvörður. Þar mun hann væntanlega leika fyrst um sinn hjá Tottenham þar sem Benoit Assou-Ekotto og Gareth Bale eru meiddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×