Enski boltinn

Solskjær: United gæti orðið stórveldi

Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær sem lagði skóna á hilluna í ágúst eftir frábæran feril með Manchester United, segir að lið félagsins í dag gæti stimplað sig inn sem stórveldi í Evrópuboltanum á komandi árum.

Enski boltinn

Carson finnst hann of dýr

Scott Carson er óánægður með hversu mikið Liverpool ætlar að fara fram á fyrir hann. Carson hefur verið í láni hjá Aston Villa á tímabilinu.

Enski boltinn

Hull og Bristol City mætast í úrslitaleik

Það verða Hull og Bristol City sem mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta varð ljóst í kvöld eftir að Hull vann 4-1 sigur á Watford í síðari leik liðanna í undanúrslitunum og samanlagt 6-1. Úrslitaleikurinn er ðá Wembley þann 24. maí nk.

Enski boltinn

Terry og Drogba æfðu með Chelsea í dag

Þeir John Terry, Didier Drogba og Ricardo Carvalho hjá Chelsea tóku allir fullan þátt í æfingum liðsins í dag - viku fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Þetta þýðir renna stoðum undir að þeir verði örugglega með í Moskvu.

Enski boltinn

Dowie tekur við QPR

Ian Dowie, fyrrum knattspyrnustjóri Crystal Palace og Charlton, hefur verið ráðinn stjóri QPR í ensku 1. deildinni. Mikill metnaður er í herbúðum félagsins undir stjórn Formúlujöfranna Bernie Ecclestone og Flavio Briatore og er því ætlað að vinna sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Enski boltinn

Viðræður hafnar við Barry

Fram kemur á heimasíðu Aston Villa að Randy Lerner, eigandi félagsins, og knattspyrnustjórinn Martin O'Neill hafa hafið viðræður við Gareth Barry um nýjan samning.

Enski boltinn

Bristol City á Wembley

Bristol City tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni með 3-1 sigri á Crystal Palace í síðari leik liðanna. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og þannig var staðan í leiknum í kvöld og því varð að grípa til framlengingar, þar sem City skoraði tvívegis.

Enski boltinn

Ronaldo neitar Real enn og aftur

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur enn á ný ítrekað að hann sé ekki á leið til Real Madrid. Hann gaf þetta út á hæla frétta frá Spáni þar sem sagt var að spænsku meistararnir væru enn og aftur að reyna að fá hann til sín.

Enski boltinn

Chelsea bauð í Torres

Eftir því sem spænska íþróttaritið Marca heldur fram hefur Chelsea boðið fimmtíu milljónir evra í spænska sóknarmanninn Fernando Torres hjá Liverpool.

Enski boltinn

Leeds tapaði fyrir Carlisle

Leeds United tapaði 1-2 fyrir Carlisle á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrri leikur þessara liða í undanúrslitum í umspili ensku 2. deildarinnar.

Enski boltinn

Lokatilraun til að halda Barry

Nú standa yfir viðræður milli Gareth Barry og Aston Villa en það er lokatilraun félagsins til að halda Barry. Knattspyrnustjórinn Martin O'Neill og eigandinn Randy Lerner ræða við Barry.

Enski boltinn

Hodgson vorkennir Coppell og McLeish

Roy Hodgson var að vonum ánægður með að ná að halda Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Hann vorkennir þó kollegum sínum Steve Coppell stjóra Reading og Alex McLeish stjóra Birmingham.

Enski boltinn

Giggs á skilið að slá metið

Sir Bobby Charlton segir að Ryan Giggs eigi skilið að slá met sitt yfir flesta leiki fyrir Manchester United. Giggs jafnaði met Charlton sem er 758 leikir þegar hann kom inn sem varamaður gegn Wigan í gær.

Enski boltinn