Enski boltinn

Leeds tapaði fyrir Carlisle

Elvar Geir Magnússon skrifar

Leeds United tapaði 1-2 fyrir Carlisle á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrri leikur þessara liða í undanúrslitum í umspili ensku 2. deildarinnar.

Carlisle komst tveimur mörkum yfir í leiknum en mark frá Dougie Freedman undir lok leiksins gefur Leeds von fyrir seinni leikinn sem verður á heimavelli Carlisle.

Markvörðurinn Keiren Westwood var hetja Carlisle en hann átti sannkallaðan stórleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×