Enski boltinn

Toure gæti verið á leið til Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yaya Toure í leik með Barcelona í Meistaradeildinni í vetur.
Yaya Toure í leik með Barcelona í Meistaradeildinni í vetur. Nordic Photos / AFP

Svo gæti farið að Yaya Toure sé á leið til Arsenal sem mun vera að undirbúa tíu milljóna punda tilboð í kappann.

Bróðir hans, Kolo Toure, er á mála hjá Arsenal sem hefur verið orðað við Yaya undanfarin sex ár.

Mathieu Flamini er farinn frá Arsenal og Lassana Diarra var seldur til Portsmouth í janúar síðastliðnum. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur því verið á höttunum eftir miðjumönnum og gæti Toure fyllt upp í skarðið sem Patrick Vieira skildi eftir sig á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×