Enski boltinn

Viðræður hafnar við Barry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Barry fagnar marki með Aston Villa.
Gareth Barry fagnar marki með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Fram kemur á heimasíðu Aston Villa að Randy Lerner, eigandi félagsins, og knattspyrnustjórinn Martin O'Neill hafa hafið viðræður við Gareth Barry um nýjan samning.

O'Neill og Lerner hafa skýrt framtíðarsýn sína fyrir félagið fyrir Barry í þeirri von um að halda honum hjá félaginu. Barry hefur verið ítrekað orðaður við Liverpool en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Villa.

„Sem fyrr er það ósk allra hjá félaginu að Barry verði áfram hjá okkur. Hann er auðvitað á merkum tímapunkti á sínum ferli. Hann er 27 ára gamall og hefur verið hjá félaginu í næstum áratug."

O'Neill sagði að Liverpool hafi lagt fram tilboð sem ætti varla að teljast sem slíkt. „Þetta er allt í lausu lofti eins og er og aðalmálið fyrir mig og stjórnarformanninn er að reyna að halda honum hjá félaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×