Enski boltinn

Terry og Drogba æfðu með Chelsea í dag

Frá æfingu Chelsea í dag
Frá æfingu Chelsea í dag NordcPhotos/GettyImages

Þeir John Terry, Didier Drogba og Ricardo Carvalho hjá Chelsea tóku allir fullan þátt í æfingum liðsins í dag - viku fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Þetta þýðir renna stoðum undir að þeir verði örugglega með í Moskvu.

Terry fór úr lið á olnboga í leiknum gegn Bolton í lokaumferðinni um síðustu helgi og var talinn afar ólíklegur til að ná úrslitaleiknum gegn Manchester United í næstu viku.

Það hefur hinsvegar komið á daginn að hann er ekki alvarlega meiddur og virtist ekki kenna sér meins á æfingunni í dag.

Sömu sögu var að segja af Didier Drogba og þá var varnarjaxlinn Ricardo Carvalho líka kominn aftur til æfinga eftir að hafa verið frá í 10 daga vegna bakmeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×