Enski boltinn

Ronaldo neitar Real enn og aftur

AFP

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur enn á ný ítrekað að hann sé ekki á leið til Real Madrid. Hann gaf þetta út á hæla frétta frá Spáni þar sem sagt var að spænsku meistararnir væru enn og aftur að reyna að fá hann til sín.

"Ég er hjá rétta félaginu með réttu leikmönnunum og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Það er það besta við að vera hjá United, maður er alltaf að bæta sig. Ég er mun betri leikmaður en ég var fyrir fimm árum," sagði Ronaldo.

"Það var frábært að við yrðum meistarar á lokadeginum í deildinni," sagði besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×