Enski boltinn

Ben Arfa í viðræðum við Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hatem Ben Arfa, leikmaður Lyon.
Hatem Ben Arfa, leikmaður Lyon. Nordic Photos / Getty Images

Franski landsliðsmaðurinn Hatem Ben Arfa hefur staðfest að hann eigi í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.

Ben Arfa er á mála hjá Lyon í heimalandi sínu og hefur undanfarið verið sterklega orðaður við Arsenal.

„Það er rétt að við höfum rætt þessi mál við Arsenal en við verðum að bíða og sjá til hvernig þetta þróast," sagði hann í samtali við L'Equipe.

Hann segir þó að hann muni ekki yfirgefa Lyon nema að hann fái að spila reglulega hjá nýju félagi. Ben Arfa er sagður metinn á þrettán milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×