Enski boltinn

Ferguson valinn knattspyrnstjóri ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson hefur verið valinn knattspyrnustjóri ársins af samtökum knattspyrnustjóra í Englandi.

Hann stýrði sínum mönnum í Manchester United til meistaratitilsins í ensku úrvalsdeildinni en það er í tíunda skipti sem hann gerir það. Alls hefur hann verið við stjórnvölinn hjá United í 22 tímabil.

Ferguson mun einnig stýra United í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Moskvu þann 21. maí næstkomandi en þá mætir liðið Chelsea.

„Mér er sýndur gríðarlega mikill heiður að aðrir knattspyrnustjórar skuli veita mér þessi verðlaun," sagði hann en það var Fabio Cappello, landsliðsþjálfari Englands, sem afhenti honum verðlaunin.

Hann hlaut þessa útnefningu einnig árið 1999 er hann stýrði United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni, ensku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×