Enski boltinn

Bosingwa til Chelsea í sumar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bosingwa í leik með Portúgal.
Bosingwa í leik með Portúgal.

Chelsea hefur náð samkomulagi við Porto um kaup á hægri bakverðinum Jose Bosingwa. Leikmaðurinn kemur til Chelsea í sumar á 16,2 milljónir punda.

Þessi 25 ára portúgalski landsliðsmaður er kominn til London til að ganga frá samningum og gangast undir læknisskoðun. Bosingwa fæddist í Kongó en fluttist ungur til Portúgals.

Hann var í liði Porto sem varð Evrópumeistari 2004 og vann fjóra portúgalska meistaratitla síðan hann kom til félagsins 2003. Jose Mourinho keypti hann til Porto frá Boavista.

Kaupin á honum vekja upp spurningar upp framtíð Juliano Belletti hjá Chelsea. Belletti er greinilega ekki í plönunum hjá Avram Grant sem frekar hefur kosið að nota Michael Essien í hægri bakverði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×