Enski boltinn

Hodgson vorkennir Coppell og McLeish

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hodgson fagnar áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni.
Hodgson fagnar áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni.

Roy Hodgson var að vonum ánægður með að ná að halda Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Hann vorkennir þó kollegum sínum Steve Coppell stjóra Reading og Alex McLeish stjóra Birmingham.

„Ég veit vel hvernig þeim líður. Ég er góður vinur þeirra beggja og vorkenni þeim vegna þess að það er hrikaleg tilfinning að falla," sagði Hodgson.

Fulham vann 1-0 sigur á Portsmouth en mark Danny Murphy á 74. mínútu tryggði liðinu áframhaldandi veru í deildinni.

Steve Coppell gaf sér tíma til að hrósa Fulham. „Þeir eiga skilið að vera áfram í deildinni. Þeir hafa náð frábærum úrslitum nýlega. Allt sem við getum gert er að óska Fulham til hamingju," sagði Coppell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×