Enski boltinn

Zarate á leið frá Birmingham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mauro Zarate í leik með Birmingham.
Mauro Zarate í leik með Birmingham. Nordic Photos / Getty Images

Mauro Zarate á nú í viðræðum við tvö félög í ensku úrvalsdeildinni en hann var í láni hjá Birmingham á síðari helming nýliðinnar leiktíðar.

Zarate er á mála hjá Al-Saad í Katar en umboðsmaður hans staðfesti í samtali við fréttastofu BBC að hann ætti í viðræðum við önnur félög á Englandi.

„Al-Saad vill fá 20 milljónir punda fyrir hann en ég held að hann fari fyrir tíu milljónir," sagði umboðsmaðurinn.

„Ég á von á nánari fregnum af framtíð Zarate í næstu viku."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×